Wikiversity

Clive Staples Lewis
C. S. Lewis
stytta af C. S. Lewis í Belfast
Dulnefni:C. S. Lewis, N. W. Clerk
Fæddur: 29. nóvember 1898(1898-11-29)
Belfast, Írlandi
Látinn:22 nóvember 1963
Oxford, Englandi
Starf/staða:rithöfundur
fræðimaður
Tegundir bókmennta:Barnabækur
Fantasíur
Vísindaskáldsögur
Kristin trúvarnarrit
Maki/ar:Joy Davidman
(1956–1960)

Clive Staples Lewis (29. nóvember 1898 – 22. nóvember 1963), vanalega nefndur C. S. Lewis, var írskur rithöfundur og fræðimaður, fæddur í Belfast á Írlandi. Hann er helst þekktur fyrir bækur sínar um töfralandið Narníu og rit sín á sviði kristinna trúvarnarfræða.

Lewis er talinn einn af áhrifamestu kristnu trúvarnarmönnum 20. aldar. Á unglingsárum hvarf hann frá kristinni trú sinni og varð guðleysingi en snerist aftur til hennar í lok þriðja áratugarins, m.a. fyrir áhrif vinar síns J. R. R. Tolkien og kaþólska trúvarnarmannsins og rithöfundarins G. K. Chesterton. Í heimspeki sinni leitaðist Lewis við að færa fram skynsamleg rök fyrir tilvist Guðs. Hann tók saman fjöldamörg rit og greinar um efnið sem náð hafa mikilli útbreiðslu og er iðulega vísað í af trúvarnarfólki innan allra kirkjudeilda og söfnuða.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.