Wikiversity
Efni
Útlit
Árið 1847 (MDCCCXLVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Prestaskólinn var stofnaður innan Lærða skólans í Reykjavík.
- Dómkirkjan var stækkuð. Sement var notað í fyrsta skipti á Íslandi við múrhúðun veggja hennar. [1]
- Fjölnir, tímarit hreyfingar fyrir sjálfstæði landsins, hætti útgáfu.
Fædd
- 28. júní - Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrsta tónskáld Íslendinga. Sveinbjörn fæddist í Nesi á Seltjarnarnesi - nú Nesstofa (d. 1927).
- 3. október - Þóra Pétursdóttir, íslensk myndlistakona (d. 1917).
Dáin
Erlendis
- 4. janúar - Samuel Colt seldi fyrstu skammbyssu sína til bandarískra stjórnvalda. Colt's Manufacturing Company, fyrirtæki hans var stofnað.
- 22. febrúar - Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna: 5.000 bandarískir hermenn með yfirburði í skotvopnum hermenn hröktu og sigruðu 15.000 mexíkanska hermenn í orrustunni um Buena Vista.
- 29. mars: Bandaríkjamenn náðu yfirráðum yfir mexíkönsku borginni Veracruz.
- 29. júní - Lestarferðir hófust milli Kaupmannahöfn og Hróarskeldu.
- 26. júlí - Líbería hlaut sjálfstæði.
- 14. september - Bandaríkjaher hélt inn í Mexíkóborg.
- 12. október - Þýsku uppfinningamennirnir Werner von Siemens og Johann Georg Halske þróuðu rafrænt símskeyti. Uppruni fyrirtækisins Siemens AG.
- 10. nóvember - Carlsberg hóf framleiðslu.
- Kasakaríkið Kasakkanatið lagðist af.
Fædd
- 18. febrúar - Thomas Alva Edison, bandarískur uppfinningamaður (d. 1931).
- 20. október - Frits Thaulow, norskur listmálari (d. 1906).
Dáin
Tilvísanir
- ↑ Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi? Vísindavefurinn