Wikiversity
Efni
Útlit
Árið 1417 (MCDXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Árni Ólafsson Skálholtsbiskup lét gera silfurbolla sem vó 11 merkur og var kallaður Gestumblíður.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 27. júlí - Kirkjuþingið í Konstans setti mótpáfann Benedikt XIII af.
- 11. ágúst - Hinrik 5. Englandskonungur fór í herleiðangur til Frakklands og hóf umsátur um Rouen.
- 12. ágúst - Hinrik 5. hóf að nota ensku í bréfaskiptum en hún hafði ekki verið opinbert tungumál í Englandi allt frá innrás Normanna 350 árum fyrr.
- 11. nóvember - Marteinn V (Otto di Colonna) kjörinn páfi á kirkjuþinginu í Konstans í stað Gregoríusar XII, sem hafði sagt af sér tveimur árum fyrr. Þar með lauk endanlega klofningi kaþólsku kirkjunnar sem staðið hafði frá 1378.
- 14. nóvember - Vopnahléssamningur gerður í Slésvík milli Kalmarsambandsins og greifanna í Holsetalandi.
- Eiríkur af Pommern flutti stjórnarsetur ríkisins til Kaupmannahafnar frá Hróarskeldu.
Fædd
- 23. febrúar - Páll II páfi (Pietro Barbo, d. 1471).
- Jöns Bengtsson Oxenstierna, sænskur erkibiskup og ríkisstjóri (d. 1467).
Dáin
- 29. apríl - Loðvík 2. Napólíkonungur (f. 1377).
- 18. október - Gregoríus XII, fyrrverandi páfi (f. um 1326).
- 26. desember - Elinóra af Aragóníu, drottning Kýpur, kona Péturs 1. (f. 1333).