Wikiversity
Efni
Útlit
Árið 1217 (MCCXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Samþykkt var á Alþingi að mönnum væri ekki skylt að leggja meðlag með ómögum sem væru fimmmenningar við þá og meðlagið minnkað með ómögum sem voru skyldir manni að þriðja og fjórða, fjórmenningar eða skyldir í fjórða og fimmta lið.
- Sæmundur Jónsson í Odda fékk fréttir af því að Páll sonur hans hefði drukknaði við Noreg. Hann kenndi Björgvinjarkaupmönnum um og fór og gerði vörur að verðmæti þrjú hundruð hundraða upptækar hjá norskum kaupmönnum.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 20. maí - Her Hinriks 3. Englandskonungs vann sigur á uppreisnarmönnum og her Loðvíks Frakklandsprins í orrustunni við Lincoln.
- 11. september - Friðarsamningar milli Hinriks 3. og andstæðinga hans. Loðvík prins afsalaði sér öllu tilkalli til ensku krúnunnar.
- Skúli Bárðarson, bróðir Inga Noregskonungs, var gerður að jarli.
- Hákon gamli varð konungur Noregs.
- Fimmta krossferðin hófst með mislukkaðri árás á Egyptaland.
Fædd
- Hinrik 1., konungur Kýpur (d. 1253).
- Elinóra af Provence, Englandsdrottning, kona Hinriks 3. (d. 1291).
Dáin
- 23. apríl - Ingi Bárðarson, Noregskonungur (f. 1185).
- 14. október - Ísabella af Gloucester, fyrri kona Jóhanns landlausa (f. um 1173).
- Hinrik 1., konungur Kastilíu (f. 1204).