LIMSwiki
Efni
Olympe de Gouges (7. maí 1748 - 3. nóvember 1793) var franskt leikskáld og andófsmaður sem barðist fyrir femínisma og fyrir afnámi þrælahaldi. Ritsmíðar hennar voru þekkar og náðu til stórs hóps. Hún hóf feril sem leikskáld í kringum 1780 á tímum þar sem mikil spenna var í stjórnmálum í Frakklandi og því hóf hún afskipti af stjórnmálum. Hún talaði tæpitungulaust á móti þrælaverslun í frönsku nýlendunum árið 1780 og hóf á sama tíma að rita pólitíska bæklinga. Hún er í dag þekktust fyrir að vera ein af fyrstu femínistunum sem kröfðust jafnréttis karla og kvenna. Árið 1791 gaf hún út yfirlýsingu um réttindi kvenna og kvenkyns borgara. Olympe de Gouges var fangelsuð og hálshöggvin í fallöxi á tímum Ógnarstjórnarinnar fyrir að hafa ráðist í ritum sínum að byltingarstjórninni og fyrir að hafa tengst Girondistum.
Heimildir
- French Feminists and the Rights of 'Man': Olympe de Gouges's Declarations eftir Joan Wallach Scott, History Workhop Journal, 1989 Geymt 10 janúar 2017 í Wayback Machine
- Olympe de Gouges – halshöggs för sin feminism,Jenny Sonesson, Liberala kvinnor,2009-01-25 Geymt 7 janúar 2017 í Wayback Machine
- Olympe de Gouges (vefsíða á ensku með æfiágripi og ritum)
- Man, are you capable of being just? Fighting for Womens Right now and then, Lesley Curtis, 2013