LIMSwiki
Efni
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
27. mars er 86. dagur ársins (87. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 279 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1272 - Gregoríus 10. (Tedaldo Visconti) varð páfi.
- 1513 - Juan Ponce de Leon sá strönd Flórída og hélt að hún væri eyja.
- 1625 - Karl 1. var krýndur konungur Englands og Skotlands.
- 1764 - Innréttingar Skúla fógeta brunnu. Þrjár vefstofur og tíu vefstólar ásamt öðrum tækjum urðu eldinum að bráð auk hráefnis og fullunnins varnings. Alls var tjónið metið á 3706 ríkisdali og sex skildinga.
- 1782 - Charles Watson-Wentworth, markgreifi af Rockingham, varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1884 - Fyrsta langlínusímtal sögunnar átti sér stað þegar hringt var á milli New York og Boston.
- 1943 - Breski togarinn War Grey var staðinn að ólöglegum veiðum við Stafnes. Togarinn sigldi af stað áleiðis til Englands með stýrimann varðskipsins Sæbjargar um borð og stöðvaði ekki fyrr en varðskipið Ægir hafði skotið að honum þrjátíu skotum.
- 1945 - Þjóðverjar skutu síðustu V-2 flugskeytum sínum á England og Belgíu.
- 1956 - „Hræðslubandalagið“, kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, var stofnað.
- 1958 - Nikita Krústsjov var formlega gerður að forsætisráðherra Sovétríkjanna.
- 1963 - Mikill jarðskjálfti, um sjö stig, átti upptök norður af mynni Skagafjarðar. Skjálftinn fannst víða og flúðu sumir hús sín.
- 1968 - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn til að fara út í geim, fórst í flugslysi.
- 1977 - Mannskæðasta flugslys sögunnar varð þegar tvær farþegaþotur, frá KLM og Pan Am skullu saman á flugvellinum á Tenerífe með þeim afleiðingum að 583 fórust.
- 1979 - Samtök olíuframleiðsluríkja samþykktu að hækka verð hráolíu um 20%. Við þetta hófst olíukreppan 1979.
- 1980 - Norski olíuborpallurinn Alexander Kielland brotnaði í Norðursjó með þeim afleiðingum að 123 af 212 manna áhöfn fórust.
- 1981 - Mikil bílasýning, Auto '81, var haldin í Reykjavík. Þar voru meðal annars sýndir Rolls Royce- og Lamborghini-bílar.
- 1990 - Bandarísk stjórnvöld hófu sjónvarpsútsendingar í áróðursskyni til Kúbu. Sjónvarpsstöðin heitir TV Martí.
- 1991 - Fyrsta GSM-símtalið var flutt yfir finnska farsímanetið Radiolinja.
- 1993 - Jiang Zemin tók við embætti sem forseti Kína.
- 1994 - Bandalag hægriflokka undir forystu athafnamannsins Silvio Berlusconi sigraði þingkosningar á Ítalíu.
- 1998 - Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti lyfið Sildenafil frá Pfizer sem var selt undir heitinu Viagra.
- 1999 - F-117 Nighthawk-flugvél frá Bandaríkjaher var skotin niður yfir Kosóvó.
- 2002 - 30 létust þegar palestínskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á hóteli í Netanya í Ísrael.
- 2007 - Samningur um landamæri Lettlands og Rússlands var undirritaður.
- 2008 - Mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008 hófust með því að hópur bílstjóra lagði bílum sínum í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík og stöðvaði þannig alla umferð.
- 2008 - Fjöldi greina á Wikipediu náði 10 milljónum.
- 2011 - Rúmenía og Búlgaría gerðust aðilar að Schengen-samstarfinu.
- 2013 - Kanada dró sig út úr samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun.
- 2014 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði að Krímskagi tilheyrði Úkraínu en ekki Rússlandi.
- 2016 - Yfir 70 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Lahore í Pakistan.
- 2020 – Norður-Makedónía gerðist aðili að NATO.
- 2022 - Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
- 2022 - Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
- 2023 - Snjóflóð í Neskaupsstað: Tólf íbúðir skemmdust og tugir bíla. Fólk skarst vegna rúðubrota.
- 2023 - Skólaskotárásin í Nashville 2023: Sjö létu lífið þegar trans maður hóf skothríð í grunnskóla í Nashville, Tennessee.
Fædd
- 1676 - Frans 2. Rákóczi, Transylvaníufursti (d. 1735).
- 1702 - Johann Ernst Eberlin, þýskt tónskáld (d. 1762).
- 1744 - Sigurður Stefánsson, Hólabiskup (d. 1798).
- 1781 - Charles Joseph Minard, franskur verkfræðingur (d. 1870).
- 1785 - Loðvík 17. ríkisarfi í Frakklandi (d. 1795).
- 1838 - Júlíana Jónsdóttir, skáldkona, sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók (d. 1918).
- 1845 - Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1923).
- 1866 - Lárus H. Bjarnason, íslenskur lögmaður (d. 1934).
- 1886 - Ludwig Mies van der Rohe, þýskur arkitekt (d. 1969).
- 1896 - Þórarinn Guðmundsson, íslenskur fiðluleikari og tónskáld (d. 1979).
- 1901
- Carl Barks, bandarískur myndasöguhöfundur (d. 2000).
- Eisaku Satō, forsætisráðherra Japans (d. 1975).
- 1912 - James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands (d. 2005).
- 1938 - Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
- 1943 - Michael York, enskur leikari.
- 1955 - Þorleifur Gunnlaugsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Mariano Rajoy, spænskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Quentin Tarantino, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi.
- 1965 - Gunnar Oddsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1969 - Keith Flint, breskur söngvari (The Prodigy) (d. 2019).
- 1969 - Pauley Perrette, bandarísk leikkona.
- 1970 - Mariah Carey, bandarísk söngkona.
- 1970 - Gaia Zucchi, ítölsk leikkona.
- 1974 - Ólafur Jóhannes Einarsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1975 - Stacy Ferguson, bandarísk söngkona (Black Eyed Peas).
- 1981 - Cacau, þýskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Alina Devecerski, sænsk söngkona.
- 1985 - Guillaume Joli, franskur handknattleiksmaður.
- 1985 - David Navara, tékkneskur skákmeistari.
- 1986 - Rosario Miraggio, ítalskur söngvari.
- 1986 - Manuel Neuer, þýskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Brenda Song, bandarísk leikkona.
- 1988 - Atsuto Uchida, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Ólafur Gústafsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin
- 1191 - Klemens 3., páfi.
- 1462 - Vasilíj 2., stórfursti af Moskvu (f. 1415).
- 1482 - María af Búrgund, kona Maxímilíans 1. keisara (f. 1457).
- 1615 - Margrét af Valois, Frakklandsdrottning (f. 1553).
- 1625 - Jakob konungur Skotlands og Englands og Írlands (f. 1566).
- 1635 - Robert Naunton, enskur stjórnmálamaður (f. 1563).
- 1714 - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning (f. 1650).
- 1927 - Klaus Berntsen, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1844).
- 1952 - Friðrik Hansen, íslenskt skáld (f. 1891).
- 1968 - Júrí Gagarín, rússneskur geimfari (f. 1934).
- 1986 - Constantin Stanciu, rúmenskur knattspyrnumaður (f. 1907).
- 2002 - Dudley Moore, leikari (f. 1935).
- 2006 - Stanisław Lem, pólskur rithöfundur (f. 1921).
- 2008 - Bolli Gústavsson, íslenskur prestur (f. 1935).
- 2008 - Ólafur Ragnarsson, íslenskur útgefandi (f. 1944).
- 2010 - Vasilíj Smyslov, rússneskur skákmeistari (f. 1921).
- 2015 - Olga Syahputra, indónesískur leikari (f. 1983).