LIMSwiki
Efni
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
17. nóvember er 321. dagur ársins (322. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 44 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 474 - Leó 2. keisari Austrómverska ríkisins dó af ókunnum ástæðum og var Zenon, faðir hans, þá einn keisari.
- 1390 - Skriða féll á Lönguhlíð ytri í Hörgárdal. Hrafn Bótólfsson lögmaður, kona hans og fleiri fórust.
- 1494 - Karl 8. Frakkakonungur hélt innreið sína í Flórens.
- 1558 - Elísabet 1. tók við konungdómi í Englandi og Írlandi eftir hálfsystur sína. Elísabetartímabilið hófst á Englandi.
- 1603 - Sir Walter Raleigh var dreginn fyrir rétt í Winchester-kastala ákærður fyrir þátttöku í Maine-samsærinu.
- 1631 - Svíar lögðu Frankfurt am Main undir sig.
- 1786 - Sex staðir fengu kaupstaðarréttindi. Allir staðirnir misstu þau aftur nema Reykjavík, en sumir hafa síðan orðið kaupstaðir aftur. Þessir staðir voru: Reykjavík, Grundarfjörður, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar.
- 1869 - Súesskurðurinn milli Rauðahafs og Miðjarðarhafs var opnaður.
- 1906 - Útgerðarfyrirtækið Haraldur Böðvarsson hf. var stofnað á Akranesi.
- 1912 - Íslenska guðspekifélagið var stofnað í Reykjavík.
- 1913 - Morgunblaðið birti fyrstu íslensku fréttamyndirnar, sem voru dúkristur, gerðar vegna morðmáls í Dúkskoti í Reykjavík.
- 1938 - Vikan kom út í fyrsta sinn, fyrsti ritstjóri hennar var Sigurður Benediktsson.
- 1939 - Starfsmannafélag ríkisstofnana, SFR, var stofnað.
- 1940 - Akureyrarkirkja var vígð og var þá stærsta guðshús íslensku þjóðkirkjunnar.
- 1946 - Þrjú hús gjöreyðilögðust og mörg skemmdust mikið í bruna í Þingholtunum í Reykjavík.
- 1950 - Tenzin Gyatso varð þjóðhöfðingi í Tíbet.
- 1962 - Samvinnubankinn var stofnaður, en hann rann saman við Landsbankann 1991.
- 1966 - Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
- 1968 - British European Airways tók farþegaþotuna BAC One-Eleven í notkun.
- 1968 - Heiðuhneykslið: NBC hóf að sýna kvikmyndina Heiðu nokkrum mínútum fyrir lok leiks Oakland Raiders og New York Jets með þeim afleiðingum að þúsundir reiðra fótboltaáhugamanna hringdu í skiptiborð sjónvarpsstöðvarinnar.
- 1970 - Sovéski tunglbíllinn Lunokhod 1 lenti á Tunglinu.
- 1973 - Uppreisn gegn herforingjastjórninni í Grikklandi hófst í Tækniskólanum í Aþenu.
- 1974 - Viktor Borge, danskur píanóleikari og háðfugl, kom fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
- 1978 - Danska þingið samþykkti að Grænland fengi heimastjórn.
- 1983 - Zapatista-hreyfingin var stofnuð í Mexíkó.
- 1983 - Mikligarður, stærsta verslun landsins, var opnuð í Reykjavík í Holtagörðum við Sund. Verslunin varð gjaldþrota 1993.
- 1984 - Jón Baldvin Hannibalsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins, en hann bauð sig fram á móti sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni.
- 1988 - Linda Pétursdóttir var kjörin Ungfrú heimur, átján ára gömul.
- 1989 - Flauelsbyltingin í Tékkóslóvakíu: Friðsamir mótmælendur voru barðir niður af óeirðalögreglunni í Prag.
- 1996 - 32 létust í sprengingu í Kaspijsk í Rússlandi.
- 1996 - Emil Constantinescu var kjörinn forseti Rúmeníu.
- 1997 - 62 ferðamenn voru myrtir af 6 íslömskum öfgamönnum við Leghof Hatsjepsút í Lúxor, Egyptalandi.
- 1998 - Geimkönnunarfarið Voyager 1 náði lengra út í geim en Pioneer 10 hafði gert.
- 2000 - Alberto Fujimori flaug til Tókýó og sendi afsögn sína sem forseti Perú með faxi.
- 2004 - Fimleikafélag Akureyrar var stofnað.
- 2011 - Liðhlaupar úr Sýrlandsher réðust á höfuðstöðvar Ba'ath-flokksins í Idlib-héraði.
- 2013 - 44 létust þegar Tatarstan Airlines flug 363 fórst við Kazan í Rússlandi.
- 2018 - Mótmæli gulvestunga hófust í Frakklandi.
- 2019 – Mótmælin í Hong Kong 2019-20: Lögreglu og mótmælendum lenti saman utan við Tækniháskóla Hong Kong.
- 2023 - Meðalhiti jarðar náði 2°C yfir meðalhita fyrir iðnvæðingu í fyrsta sinn í sögunni.
Fædd
- 9 - Vespasíanus, Rómarkeisari (d. 79).
- 1594 - Gottfried Heinrich greifi af Pappenheim, þýskur hermarskálkur (d. 1632).
- 1749 - Nicolas Appert, franskur uppfinningamaður (d. 1841).
- 1755 - Loðvík 18., konungur Frakklands (d. 1824).
- 1770 - Marta María Stephensen, íslenskur matreiðslubókarhöfundur (d. 1805).
- 1784 - Ebenezer Henderson, skoskur prestur og Íslandsvinur (d. 1858).
- 1790 - August Ferdinand Möbius, þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur (d. 1868).
- 1794 - George Grote, enskur fornfræðingur (d. 1871).
- 1878 - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (d. 1968).
- 1896 - Lév Vígotskíj, rússneskur sálfræðingur (d. 1934).
- 1901 - Lee Strasberg, bandarískur leikari (d. 1982).
- 1912 - Kim Sung-gan, japanskur knattspyrnumaður (d. 1984).
- 1927 - Maurice Rosy, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2013).
- 1933 - Roger Leloup, belgískur myndasöguhöfundur.
- 1933 - Isao Iwabuchi, japanskur knattspyrnumaður (d. 2003).
- 1935 - Bolli Gústavsson, íslenskur prestur (d. 2008).
- 1942 - Martin Scorsese, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1944 - Danny DeVito, bandarískur leikari.
- 1948 - Kristín Jóhannesdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 1949 - John Boehner, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1952 - Cyril Ramaphosa, suðurafrískur stjórnmálamaður.
- 1966 - Jeff Buckley, bandarískur tónlistarmaður (d. 1997).
- 1975 - Diane Neal, bandarísk leikkona.
- 1985 - Edivaldo Hermoza, bólivískur knattspyrnumaður.
- 1986 - Nani, portúgalskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 375 - Valentianus 1. keisari Rómar (f. 321).
- 474 - Leó 2. keisari Austrómverska ríkisins.
- 1231 - Heilög Elísabet af Ungverjalandi (f. 1207).
- 1390 - Hrafn Bótólfsson, íslenskur lögmaður.
- 1558 - María 1. Englandsdrottning (f. 1516).
- 1562 - Antoine de Bourbon eða Anton Navarrakonungur, faðir Hinriks 4. Frakkakonungs (f. 1518).
- 1592 - Jóhann 3. Svíakonungur (f. 1537).
- 1768 - Thomas Pelham-Holles, hertogi af Newcastle, breskur stjórnmálamaður (f. 1693).
- 1796 - Katrín mikla, keisaraynja Rússlands (f. 1729).
- 1858 - Robert Owen, velskur vefnaðarvöruframleiðandi (f. 1771).
- 1917 - Auguste Rodin, franskur myndhöggvari (f. 1840).
- 1957 - Sigríður Tómasdóttir (í Brattholti), bjargvættur Gullfoss (f. 1870).
- 1960 - Halldór Friðgeir Sigurðsson, íslenskur skipstjóri (f. 1880).
- 1966 - Sigurður E. Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1921).
- 1979 - Immanuel Velikovsky, rússneskur sálfræðingur (f. 1895).
- 1985 - Lon Nol, kambódískur hershöfðingi (f. 1913).
- 2006 - Ferenc Puskás, ungverskur knattspyrnumaður (f. 1928).
- 2013 - Doris Lessing, breskur rithöfundur (f. 1919).
- 2015 - Olaf Olsen, danskur fornleifafræðingur (f. 1928).