LIMSwiki
Efni
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1668 (MDCLXVIII í rómverskum tölum) var 68. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
- Janúar - Holland, England og Svíþjóð gerðu með sér bandalag gegn Frakklandi.
- 13. febrúar - Spánn viðurkenndi sjálfstæði Portúgals í friðarsamkomulagi milli konunganna Afonso 6. og Karls 2. fyrir milligöngu Karls 2. Englandskonungs.
- 2. maí - Fyrsti friðarsamningurinn í Aix-en-Chapelle batt enda á Valddreifingarstríðið. Frakkar héldu Lille og svæðum á Flandri en létu Franche-Comté eftir.
- Júlí - Velski sjóræninginn Henry Morgan rændi bæina Portobello og Panama í Vestur-Indíum.
- 17. september - Sænska þingið stofnaði fyrsta ríkisbanka Evrópu, Riksens ständers bank, á rústum hins gjaldþrota Stokkhólmsbanka.
- Desember - Selárdalsmál: Helga Halldórsdóttir í Selárdal, eiginkona séra Páls Björnssonar veiktist af undarlegum sjúkdómi, sem endaði með því að fimm menn og ein kona voru brennd á báli fyrir galdra næstu árin.
Ódagsettir atburðir
- Jóhannes 1. Eþíópíukeisari boðaði til kirkjuþings í Gondar þar sem ákveðið var að reka alla kaþólikka úr landi.
- Gamanleikurinn Aurasálin (l'Avare) eftir Moliére var frumsýndur.
- Karl 2. Englandskonungur leigði Breska Austur-Indíafélaginu Bombey á Indlandi.
Fædd
- 8. maí - Alain-René Lesage, franskur rithöfundur og leikskáld (d. 1747).
- 11. desember - Apostolo Zeno, ítalskur söngbókahöfundur (d. 1750).
- 31. desember - Herman Boerhaave, hollenskur læknir (d. 1738).
Ódagsett
- Þormóður Eiríksson, kraftaskáld úr Gvendareyjum.
Dáin
- 26. júlí - Hans Svane, danskur biskup og stjórnmálamaður (f. 1606).
Opinberar aftökur
- Galdramál: Tekinn af lífi á Vesturlandi, með brennu, Jón Leifsson, sem gefið var að sök að hafa valdið veikindum Helgu Halldórsdóttur, húsfreyju í Selárdal og prestsfrú.[1]
Tilvísanir
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.