LIMSwiki
Efni
Útlit
Árið 1583 (MDLXXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Tuttugu og fimm menn drukknuðu af tveimur skipum við Þórkötlustaði í Grindavík.
- Sagnir um neðansjávareldgos við Reykjanesskaga, suð-suðaustur af Eldey. Það á að hafa myndað eyjar sem kölluðust Gígeyjar og eru þær sýndar á Íslandskorti Guðbrandar Þorlákssonar.
- Englendingar gerðu samning við Dani um að versla ekki við Íslendinga og veiða aðeins á tilteknum svæðum með tilskildum leyfum.
- Gísli Guðbrandsson varð skólameistari í Skálholtsskóla.
Fædd
- Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu (d. 1631).
Dáin
- Eggert Hannesson hirðstjóri dó í Hamborg (f. um 1515).
Erlendis
- 1. janúar - Þýskaland og Sviss tóku upp gregoríska tímatalið.
- Nýfundnaland var lýst ensk nýlenda.
- Fyrstu leikreglurnar í knattspyrnu voru samþykktar á Englandi.
- Markaði komið á fót við hinn konunglega dýragarð (veiðiskóg) norðan Kaupmannahafnar. Upp úr honum þróaðist skemmtigarðurinn Dyrehavsbakken.
Fædd
- 10. apríl - Hugo Grotius, hollenskur lögfræðingur (d. 1645).
- 16. júní - Axel Oxenstierna, sænskur stjórnmálamaður (d. 1654).
- 24. september - Albrecht von Wallenstein, tékkneskur hershöfðingi (d. 1634).
- 25. desember - Orlando Gibbons, enskt tónskáld (d. 1625).
Dáin
- 18. mars - Magnús, konungur Líflands og hertogi af Holtsetalandi, sonur Kristjáns 3. Danakonungs (f. 1540).
- 16. september - Katrín Jagellon, drottning Svíþjóðar, kona Jóhanns 3. Svíakonungs (f. 1526).