LIMSwiki
Efni
Útlit
Árið 1553 (MDLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Eggert Hannesson lætur af hirðstjórn en verður lögmaður sunnan og austan.
- Kristján 1. Danakonungur, Hinrik erkibiskup í Niðarósi og Marcellus Skálholtsbiskup sendu harðorð bréf til landsins um þá sem rændu kirkjur eigum sínum en þar var einkum átt við Björn Þorleifsson.
- Ormur Sturluson og Erlendur Þorvarðarson voru settir úr lögmannsembætti fyrir ýmsar sakir.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 10. júlí - Lafði Jane Grey var Englandsdrottning í níu daga.
- 18. júlí - María, dóttir Hinriks VIII og Katrínar af Aragon, lýst drottning Englands og Írlands. Lafði Jane Grey sagði af sér.
- 22. ágúst - Hertoginn af Norðymbralandi, helsti stuðningsmaður Lafði Jane Grey, tekinn af lífi.
- September - Enskir mótmælendabiskupar handteknir og kaþólskir biskupar settir aftur í embætti.
- 27. október - Kalvínistar brenndu Miguel Serveto sem trúvilling í Genf.
- Fyrsta tilraun til að sigla Norðausturleiðina (norður fyrir Rússland). Sir Hugh Willoughby og menn hans fórust í ferðinni.
Fædd
- 14. maí - Margrét af Valois, Frakklandsdrottning, kona Hinriks 4. (d. 1615).
- 23. nóvember - Prospero Alpini, ítalskur lækninr og grasafræðingur (d. 1617).
- 13. desember - Hinrik 4. Frakkakonungur (d. 1610).
Dáin
- 9. apríl - François Rabelais, rithöfundur og læknir (f. um 1494)
- 17. apríl - Pedro de Valdivia, spænskur landvinningamaður (f. 1497).
- 6. júlí - Játvarður 6. Englandskonungur (f. 1537).
- 22. ágúst - John Dudley, hertogi af Norðymbralandi, hálshöggvinn (f. 1502).
- 16. október - Lucas Cranach eldri, þýskur málari (f. 1472).
- 27. október - Michael Servetus, spænskur guðfræðingur, brenndur á báli (f. 1511).