LIMSwiki
Efni
Útlit
Árið 1532 (MDXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- 31. mars - Englendingar börðust við þýska kaupmenn um hafnaraðstöðu á Básendum og biðu ósigur.
- Enski skipstjórinn John Braye (Jóhann Breiði) reisir virki á Járngerðarstöðum við Grindavík og bannaði Íslendingum að selja Þjóðverjum fisk.
- Diðrik af Minden, fógeti, lýsti Englendinga í Grindavík réttdræpa.
- 11. júní - Grindavíkurstríðið: Um nóttina gerðu Íslendingar og Þjóðverjar árás á virki og skip Englendinga í Grindavík, drápu fimmtán (þar á meðal John Braye), tóku átta höndum og lögðu hald á skipið Peter Gibson.
- Pétur Pálsson varð ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- Finnbogi Einarsson, ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
- 13. maí - Francisco Pizarro tók land á norðanverðri strönd Perú.
- 16. nóvember - Francisco Pizarro og menn hans fönguðu Inkahöfðingjann Atahualpa.
- Friðrik 1. Dankonungur blekkti Kristján 2. til að koma til Danmerkur og hét honum friðhelgi en sveik loforðið, lét handtaka frænda sinn og varpa honum í dýflissu.
- Furstinn, eftir Niccolò Machiavelli gefin út í fyrst skipti, fimm árum eftir lát höfundarins.
- Bókin Pantagruel eftir François Rabelais kom út.
- Hertogadæmið Bretagne var sameinað Frakklandi.
Fædd
- 24. júní - Robert Dudley, jarl af Leicester, vonbiðill Elísabetar drottningar (d. 1588).
- Orlande de Lassus, fransk-flæmskt tónskáld (d. 1594).
Dáin