LIMSwiki
Efni
Útlit
Árið 1518 (MDXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Vor - Bjarndýr mikið kom á land á Skaga og var soltið mjög, mannskætt og grimmt, drap að sögn átta manneskjur, fátækar förukonur með börnum, og braut niður alla hjalla á Skaga fyrir utan Ketu. Fjórtán vopnuðum mönnum undir forystu Ketils Ingimundarsonar bónda í Ketu tókst loks að vinna á dýrinu.
- Tugir manna drukknuðu í Ölfusá þegar Kaldaðarnesferja sökk í miðri á vegna ofhleðslu.
- Erlendur Þorvarðarson, síðar lögmaður, vó mág sinn, Orm Einarsson bónda í Saurbæ á Kjalarnesi, í Viðey.
- Þýskir kaupmenn komnir að Básendum í stað Englendinga.
- Hamborgarkaupmenn hröktu Englendinga frá Hafnarfirði. Kom til bardaga með þeim og féllu um 40 Þjóðverjar en þó höfðu þeir betur.
Fædd
Dáin
- 16. október - Stefán Jónsson biskup í Skálholti.
- Björn Guðnason sýslumaður í Ögri.
- Eiríkur Sumarliðason, ábóti í Þingeyraklaustri (f. um 1473).
Erlendis
- 18. apríl - Bona Sforza var krýnd drottning Póllands og giftist Sigmundi 1.
- Júlí - Dansæðið í Strassborg. Ýmsir dönsuðu þar til þeir duttu niður dauðir.
- Friðrik 1. Danakonungur giftist Soffíu af Pommern.
Fædd
- 22. apríl - Anton af Bourbon, Navarrakonungur, faðir Hinriks 4. Frakkakonungs (d. 1562).
- 29. september - Tintoretto, ítalskur listmálari (d. 1594).
Dáin August 27 – Joan of Naples, queen consort of Naples (b. 1478)