LIMSpec Wiki
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1972 (MCMLXXII í rómverskum tölum) var 72. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
Janúar
- 1. janúar - Kurt Waldheim varð aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 2. janúar - Bandaríska geimfarið Mariner 9 hóf kortlagningu plánetunnar Mars.
- 5. janúar - Richard Nixon gaf skipun um að Geimskutluáætlunin skyldi hafin.
- 7. janúar - Farþegaflugvél frá Iberian Airlines rakst á 250 metra háan fjallstind við Ibiza; 104 létust.
- 8. janúar - Melrakkaey í Grundarfirði var friðlýst.
- 9. janúar - Stærsta farþegaskip heims, Queen Elizabeth, brann og sökk í höfninni í Hong Kong.
- 11. janúar - Austur-Pakistan varð Bangladess.
- 15. janúar - Margrét Þórhildur var hyllt sem Danadrottning degi eftir lát föður síns Friðriks 9.
- 22. janúar - Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, undirritaði samning um inngöngu Danmerkur í ESB.
- 30. janúar - Blóðugi sunnudagurinn 1972 þegar 26 mótmælendur og áhorfendur voru skotnir af breska hernum í Derry á Norður-Írlandi.
- 30. janúar - Pakistan sagði sig úr Breska samveldinu.
Febrúar
- 2. febrúar - Sprengja sprakk í breska siglingaklúbbnum í Vestur-Berlín með þeim afleiðingum að þýskur bátasmiður lést.
- 2. febrúar - Óeirðir brutust út í Dublin vegna blóðbaðsins í Derry.
- 3. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1972 hófust í Sapporo í Japan.
- 15. febrúar - Ríkisstjórn Íslands ákvað að færa fiskveiðilögsögu Íslands í 50 mílur þann 1. september.
- 21. febrúar - Richard M. Nixon fór í átta daga heimsókn til Alþýðulýðveldisins Kína þar sem hann hitti Maó Zedong.
- 22. febrúar - Sjö létust í sprengjutilræði IRA í Aldershot í Bretlandi.
- 26. febrúar - Flóðin í Buffalo Creek: 125 létust og 4.000 misstu heimili sín þegar stífla sem hélt affallsvatni frá kolanámu brast í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.
Mars
- 1. mars - Rómarklúbburinn gaf út ritið Mörk vaxtar.
- 2. mars - Pioneer 10 var skotið á loft frá Kennedy-höfða.
- 11. mars - Hafnarfjarðarganga, fyrsta mótmælaaðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga, var haldin.
- 22. mars - Geirfugladrangur úti fyrir Reykjanesi hrundi.
- 24. mars - Kvikmyndin Guðfaðirinn var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 24. mars - Breska ríkisstjórnin hóf beina stjórn Norður-Írlands.
- 25. mars - Lúxemborg sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Aprés toi sem Vicky Leandros söng.
- 30. mars - Víetnamstríðið: Her Norður-Víetnam hóf Páskasóknina inn í Suður-Víetnam.
Apríl
- 10. apríl - Samningur um bann við þróun, framleiðslu og söfnun sýkla- og eiturvopna og um eyðingu þeirra var undirritaður af um 70 löndum í Washington-borg.
- 10. apríl - Fimm þúsund létust í jarðskjálfta sem mældist 7,0 á Richter í Fars í Íran.
- 13. apríl - Alþjóðapóstsambandið ákvað að líta á Alþýðulýðveldið Kína sem eina fulltrúa Kína og rak þar með Lýðveldið Kína úr sambandinu.
- 16. apríl - Tunglfarinu Appollo 16 var skotið á loft.
- 20. apríl - Ásatrúarfélagið var stofnað á Íslandi.
- 23. apríl - Haldið var upp á sjötugsafmæli Halldórs Laxness. Hann var útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar og heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
- 23. apríl - Sporvagnar voru lagðir niður í Kaupmannahöfn.
- 27. apríl - Hútúar í her Búrúndí hófu uppreisn. Stjórnin brást við með því að drepa tugi þúsunda hútúa næstu daga.
Maí
- 2. maí - 90 létust í eldsvoða í silfurnámu í Idaho í Bandaríkjunum.
- 5. maí - DC-8-flugvél frá Alitalia fórst á Sikiley; 115 létust.
- 13. maí - 115 manns létust í eldsvoða í næturklúbbi í Ósaka í Japan.
- 15. maí - Arthur Bremer skaut ríkisstjóra Alabama, George Wallace, í borginni Laurel í Maryland.
- 17. maí - Íslensk höfundalög voru samþykkt. Þau tóku við af lögum um rithöfundarétt og prentfrelsi frá 1905.
- 21. maí - Laszlo Toth réðist með meitli á höggmynd Michelangelos, Pietá, í Péturskirkjunni í Róm.
- 22. maí - Seylon varð lýðveldið Srí Lanka þegar ný stjórnarskrá var samþykkt.
- 26. maí - Richard Nixon og Leoníd Bresnjev undirrituðu Samning um fækkun langdrægra kjarnaflauga (SALT I) og Samning gegn kjarnaskotflaugum (ABM).
Júní
- 1. júní - Íraksstjórn þjóðnýtti olíufyrirtækið Iraq Petroleum Company.
- 2. júní - Andreas Baader, Jan-Carl Raspe, Holger Meins og aðrir meðlimir Rote Armee Fraktion voru handteknir í Frankfurt am Main eftir skotbardaga.
- 6. júní - David Bowie gaf út breiðskífuna The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars.
- 11. júní - Hafnarfjarðarganga var farin gegn bandaríkjaher á Íslandi.
- 14. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1972 hófst.
- 16. júní - Ulrike Meinhof, annar helsti leiðtogi Rote Armee Fraktion var handtekin í Þýskalandi.
- 17. júní - Watergate-hneykslið hófst á því að fimm menn voru handteknir fyrir að brjótast inn í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington-borg.
- 17. júní - Bandaríkjamenn skiluðu Japönum eynni Okinawa sem þeir höfðu haldið frá síðari heimsstyrjöld.
- 18. júní - Mannbjörg varð þegar togarinn Hamranes fórst út af Snæfellsnesi. Mikil réttarhöld urðu vegna slyssins.
- 26. júní - Nolan Bushnell og Ted Dabney stofnuðu bandaríska tölvufyrirtækið Atari.
- 26. júní - Margot Fonteyn, breskur listdansari, kom til Íslands og hélt sýningu í Þjóðleikhúsinu.
- 30. júní - Fyrstu hlaupasekúndunni var bætt við alheimstímann (UTC).
Júlí
- 1. júlí - Seglskútan Greenpeace III (Vega) sigldi á franska tundurduflaslæðarann La Paimpolaise við Mururóaeyjar til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi.
- 16. júlí - Þrír áhugakafarar fundu flakið af hollenska skipinu Akerendam úti fyrir Runde í Noregi. Stór fjársjóður var í skipinu.
- 18. júlí - Anwar Sadat rak 20.000 sovéska ráðgjafa frá Egyptalandi.
- 21. júlí - Blóðugi föstudagurinn 1972 þegar 22 sprengjur sem IRA hafði komið fyrir í Belfast sprungu með þeim afleiðingum að níu létust og 130 slösuðust alvarlega.
- 31. júlí - Motorman-aðgerðin hófst þegar breski herinn reyndi að komast inn í svæði í Derry, Belfast og Newry sem vopnaðir hópar héldu.
- 31. júlí - Þrjár bílasprengjur sprungu í Claudy í Londonderry-sýslu með þeim afleiðingum að níu létust.
Ágúst
- ágúst - Fyrsta leikjatölva heims, Magnavox Odyssey, kom á markað í Bandaríkjunum.
- 4. ágúst - Idi Amin tilkynnti að allir asískir verkamenn með bresk vegabréf yrðu að hverfa frá Úganda innan þriggja mánaða.
- 5. ágúst - Kommúnistaflokkur Íslands (m-l) var stofnaður.
- 12. ágúst - Síðustu bandarísku landhermennirnir fóru frá Víetnam.
- 14. ágúst - Austur-Þýsk Iljúsjin-farþegaþota fórst í grennd við Berlín; 156 létust.
- 16. ágúst - Flugvélar frá konunglega marokkóska flughernum skutu á flugvél Hassans 2. konungs Marokkó en tókst ekki að skjóta hana niður.
- 17. ágúst - Alþjóðadómstóllinn í Haag hafnaði röksemdum Íslendinga í landhelgismálinu.
- 26. ágúst - Sumarólympíuleikar voru settir í München í Vestur-Þýskalandi.
September
- 1. september - Bobby Fischer sigraði Boris Spasskíj í skákeinvígi í Laugardalshöllinni í Reykjavík og varð fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák.
- 1. september - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð úr tólf mílum í fimmtíu og mótmæltu Bretar á sama veg og fyrr og reyndu fiskveiðar undir herskipavernd.
- 2. september - Menntaskólinn við Hamrahlíð hóf kennslu samkvæmt áfangakerfi fyrstur framhaldsskóla á Íslandi.
- 5. september - Togvíraklippur voru notaðar í fyrsta sinn á ómerktan enskan togara.
- 5.-6. september - Blóðbaðið í München: Ellefu ísraelskir íþróttamenn voru teknir í gíslingu af hryðjuverkahópnum Svarta september og myrtir í kjölfarið.
- 7. september - Ísland og Belgía gerðu með sér samning um heimildir fyrir belgíska togara til fiskveiða innan 50 mílna markanna í tvö ár.
- 10. september - Brasilíski ökumaðurinn Emerson Fittipaldi varð yngsti sigurvegari í Formúlu eitt-kappakstri í Monza á Ítalíu.
- 21. september - Ferdinand Marcos lýsti yfir gildistöku herlaga á Filippseyjum.
- 25. september - Norðmenn höfnuðu inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 30. september - Karl 16. Gústaf Svíakonungur vígði Eylandsbrúna sem þá var lengsta brú Evrópu, rúmir sex kílómetrar að lengd.
Október
- 1. október - Útgáfa greinar sem lýsti framleiðslu á endurraðaðri DNA-sameind markaði upphafið að nútímasameindalíffræði.
- 2. október - Danir samþykktu inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Færeyjar ákváðu að standa utan sambandsins.
- 10. október - Helgi Hóseasson sletti skyri á alþingismenn við þingsetningu.
- 13. október - Andesflugslysið: Flugvél sem flutti ruðningslið frá Úrúgvæ til Chile hrapaði í Andesfjöllum.
- 14. október - Veitinga- og skemmtistaðnum Klúbbnum í Reykjavík var lokað vegna lögreglurannsóknar.
- 24. október - Togarinn Vigri kom til Reykjavíkur, en hann var fyrstur í röð fimmtíu skuttogara sem voru keyptir á fáum árum.
- 28. október - Fyrsta flug Airbus A300.
- 31. október - Geir Hallgrímsson óskaði lausnar frá embætti borgarstjóra í Reykjavík. Birgir Ísleifur Gunnarsson tók við.
Nóvember
- 7. nóvember - Richard Nixon vann yfirburðasigur á George McGovern í forsetakosningum.
- 14. nóvember - Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 1000 stig.
- 16. nóvember - Heimsminjaskrá UNESCO var sett á stofn.
- 24. nóvember - Suðurlandsvegur frá Reykjavík til Selfoss var formlega tekinn í notkun eftir endurgerð sem tók sex ár.
- 29. nóvember - Atari setti á markað spilakassa með tölvuleiknum Pong.
Desember
- 1. desember - Áhugafólk um verndun Bernhöftstorfunnar gengu blysför um miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á málstað sínum: Torfusamtökin voru stofnuð.
- 7. desember - Appollo 17, síðasta mannaða geimferðin til tunglsins, hélt af stað.
- 8. desember - Sameinuðu þjóðirnar lýstu þennan dag alþjóðlegan dag mannréttinda.
- 15. desember - Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
- 18. desember - Bandaríkin hófu loftárásir á Norður-Víetnam sem voru kallaðar Jólasprengjuárásirnar.
- 23. desember - Eftirlifendur Andesflugslyssins fundust. Liðnir voru 73 dagar frá atvikinu. Sextán manns lifðu af með því að leggja aðra farþega sér til munns.
- 23. desember - Jarðskjálfti sem mældist 6,25 á Richter skók Managva í Níkaragva; 5-12.000 manns fórust.
- 24. desember - Sænski forsætisráðherrann, Olof Palme, gagnrýndi Bandaríkin harðlega fyrir loftárásirnar á Norður-Víetnam. Í kjölfarið slitu Bandaríkjamenn stjórnmálasambandi við Svíþjóð.
Ódagsett
- Flugfélag Austurlands var stofnað.
- Myndhöggvarafélagið var stofnað í Reykjavík.
- Skíðafélag Dalvíkur var stofnað.
- Friðland Svarfdæla var stofnað.
- Skip Eimskipafélagsins, Gullfoss, hætti farþegaflutningum.
- Leiklistarskóli SÁL hóf starfsemi.
- Háskólakórinn var stofnaður.
- Megas gaf út sína fyrstu plötu, Megas.
- Rosenhan-tilraunin fór fram.
- Höfundaréttalög voru sett.
- Forvitin rauð, tímarit Rauðsokka, kom út fyrst.
- Norræna myntbandalagið lagðist af.
Fædd
Janúar
- 5. janúar - Sakis Rouvas, grískur söngvari.
- 10. janúar - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 17. janúar - Stefán Vagn Stefánsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 30. janúar - Jennifer Hale, bandarísk leikkona.
Febrúar
- 1. febrúar - Leymah Gbowee, líberískur aðgerðasinni og Nóbelsverðlaunahafi.
- 2. febrúar - Dana International, ísraelsk söngkona.
- 5. febrúar - María krónprinsessa Dana.
- 7. febrúar - Essence Atkins, bandarískur leikari.
- 7. febrúar - Amon Tobin, brasilískur tónlistarmaður.
- 14. febrúar - Rob Thomas, bandarískur tónlistarmaður (Matchbox Twenty).
- 17. febrúar - Billie Joe Armstrong, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (Green Day).
- 20. febrúar - Arnar Grétarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 26. febrúar - Gísli Marteinn Baldursson, íslenskur dagskrárgerðarmaður og stjórnmálamaður.
- 27. febrúar - Eggert Hilmarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 28. febrúar - Rory Cochrane, bandarískur leikari.
Mars
- 4. mars - Jos Verstappen, hollenskur ökuþór.
- 6. mars - Shaquille O'Neal, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 14. mars - Ásmundur Arnarsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 24. mars - Tony Leondis, bandarískur leikstjóri.
- 26. mars - Víkingur Kristjánsson, íslenskur leikari.
- 26. mars - Leslie Mann, bandarísk leikkona.
- 29. mars - Rui Costa, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 29. mars - Hera Björk Þórhallsdóttir, íslensk söngkona.
Apríl
- 9. apríl - Steinunn Kristín Þórðardóttir, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 12. apríl - Friðrik Friðriksson, íslenskur leikari.
- 18. apríl - Lars Christiansen, danskur handknattleiksmaður.
- 18. apríl - Eli Roth, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 19. apríl - Hinrik Hoe Haraldsson, íslenskur leikari.
- 20. apríl - Carmen Electra, bandarísk leikkona.
- 21. apríl - José-Luis Munuera, spænskur teiknari.
- 22. apríl - Heiðar Már Guðjónsson, íslenskur hagfræðingur.
- 23. apríl - Magnús Orri Schram, íslenskur stjórnmálamaður.
- 26. apríl - Ríkharður Daðason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 26. apríl - Sigríður Benediktsdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 28. apríl - Cauet, franskur sjónvarpsmaður.
Maí
- 10. maí - Christian Wörns, þýskur knattspyrnumaður.
- 15. maí - André Segatti, brasilískur leikari.
- 20. maí - Margrét Tryggvadóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 22. maí - Anna Belknap, bandarísk leikkona.
- 31. maí - Frode Estil, norskur skíðagöngugarpur.
Júní
- 2. júní - Wayne Brady, bandarískur leikari.
- 2. júní - Wentworth Miller, bandarískur leikari.
- 5. júní - Justin Smith, bandarískur trommari (The Seeds).
- 6. júní - Cristina Scabbia, ítölsk söngkona.
- 19. júní - Dagur B. Eggertsson, íslenskur stjórnmálamaður.
Júlí
- 1. júlí - Claire Forlani, ensk leikkona.
- 3. júlí - Sigrún Þuríður Geirsdóttir, fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermarsundið og fyrsta konan til að synda Eyjasund.
- 7. júlí - Kirsten Vangsness, bandarísk leikkona.
- 8. júlí - Guðlaugur Baldursson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 15. júlí - Scott Foley, bandarískur leikari.
- 18. júlí - Hannes Hlífar Stefánsson, íslenskur skákmeistari.
- 19. júlí - Ebbe Sand, danskur knattspyrnumaður.
- 27. júlí - Robert Biswas-Diener, bandarískur sálfræðingur.
Ágúst
- 1. ágúst - Charles Malik Whitfield, bandarískur leikari.
- 2. ágúst - Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, íslenskur forsetaframbjóðandi.
- 7. ágúst - Karen Disher, bandarísk leikkona.
- 9. ágúst - Liz Vassey, bandarísk leikkona.
- 15. ágúst - Ben Affleck, bandarískur leikari.
- 16. ágúst - Emily Robison, bandarískur tónlistarmaður.
- 27. ágúst - Jimmy Pop, bandarískur tónlistarmaður.
- 30. ágúst - Cameron Diaz, bandarísk leikkona og fyrrverandi fyrirsæta.
- 31. ágúst - Ingibjörg Stefánsdóttir, íslensk söngkona.
September
- 5. september - Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 6. september - Dylan Bruno, bandarískur leikari.
- 15. september - Letizia, prinsessan af Asturias.
- 16. september - Atli Rafn Sigurðarson, íslenskur leikari.
- 21. september - Liam Gallagher, breskur tónlistarmaður.
- 22. september - Franck Cammas, franskur siglingamaður.
- 28. september - Gwyneth Paltrow, bandarísk leikkona.
Október
- 3. október - Gunnhildur Hauksdóttir, íslenskur myndlistarmaður.
- 6. október - Mark Schwarzer, ástralskur knattspyrnumaður.
- 17. október - Eminem, bandarískur tónlistarmaður.
- 17. október - Pétur Heiðar Þórðarson, íslenskur tónlistarmaður.
- 28. október - Guðmundur Steingrímsson, íslenskur stjórnmálamaður.
Nóvember
- 4. nóvember - Luis Figo, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 8. nóvember - Aksel V. Johannesen, færeyskur stjórnmálamaður.
- 14. nóvember - Josh Duhamel, bandarískur leikari.
- 16. nóvember - Michael Irby, bandarískur leikari.
- 27. nóvember - Steinunn Þórhallsdóttir, íslenskur menningarfræðingur.
Desember
- 10. desember - Brian Molko, breskur söngvari (Placebo).
- 12. desember - Eygló Harðardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 19. desember - Kolbeinn Óttarsson Proppé, íslenskur stjórnmálamaður..
- 28. desember - Oddný Eir Ævarsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 29. desember - Jude Law, enskur leikari.
- 31. desember - Gregory Coupet, franskur knattsyrnumaður.
Ódagsett
- Lilja Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur.
Dáin
- 12. janúar - Ólafur Pétursson, íslenskur samstarfsmaður nasista í Noregi (f. 1919).
- 14. janúar - Friðrik 9. Danakonungur (f. 1899).
- 12. febrúar - Jón Engilberts, íslenskur listmálari (f. 1908).
- 24. febrúar - Dunganon (Karl Einarsson), íslenskur listmálari (f. 1897).
- 28. mars - Vilmundur Jónsson, íslenskur læknir (landlæknir) (f. 1889).
- 7. apríl - Guðmundur Kjartansson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1909).
- 9. apríl - Stefán Einarsson, íslenskur málfræðingur (f. 1897).
- 13. apríl - Jóhannes Sveinsson Kjarval, íslenskur listmálari, (f. 1885)
- 15. apríl - Frank H. Knight, bandarískur hagfræðingur (f. 1885).
- 16. apríl - Yasunari Kawabata, japanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
- 27. apríl - Kwame Nkrumah, forseti Gana (f. 1909).
- 27. apríl - Jóhannes úr Kötlum, íslenskt skáld (f. 1899).
- 2. maí - J. Edgar Hoover, yfirmaður bandarískur alríkislögreglunnar (f. 1895).
- 12. maí - Binni í Gröf, íslenskur skipstjóri (f. 1904).
- 28. maí - Játvarður 8. fv. Englandskonungur (f. 1894).
- 17. júní - Jóhannes Gunnarsson, íslenskur prestur (f. 1897).
- 22. ágúst - Ángel Romano úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1893).
- 9. september - Gunnlaugur Scheving, íslenskur listmálari (f. 1904).
- 15. september - Ásgeir Ásgeirsson, 2. forseti Íslands (f. 1894).
- 7. október - Erik Eriksen, danskur forsætisráðherra (f. 1902).
- 26. október - Uffa Fox, enskur skútuhönnuður (f. 1898).
- 23. nóvember - Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla), íslensk skáldkona (f. 1891).
- 1. desember - Antonio Segni, forsætisráðherra Ítalíu (f. 1891).
- 26. desember - Harry S. Truman, Bandaríkjaforseti (f. 1884).
- 27. desember - Lester Pearson, forsætisráðherra Kanada (f. 1897).