LabLynx Wiki
Efni
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
22. október er 295. dagur ársins (296. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 70 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1253 - Flugumýrarbrenna: Bærinn á Flugumýri í Skagafirði var brenndur og fórust þar 25 manns.
- 1331 - Kogon Japanskeisari tók við völdum.
- 1383 - Beatrísa af Portúgal erfði ríkið eftir lát föður síns, Ferdínands 1. Portúgalskonungs.
- 1440 - Gilles de Rais játaði á sig fjölda morða á börnum og var dæmdur til dauða.
- 1494 - Ludovico Sforza varð hertogi af Mílanó.
- 1503 - Francesco Todeschini Piccolomini var kjörinn páfi.
- 1576 - Mikill hluti af Haarlem í Hollandi brann. Eldurinn hófst í brugghúsinu het Ankertje og læsti sig í næstu hús. Um 500 byggingar eyðilögðust.
- 1961 - Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
- 1962 - Kúbudeilan: Kennedy Bandaríkjaforseti tilkynnti um hafnbann á Kúbu.
- 1964 - Núverandi fáni Kanada var tekinn upp.
- 1974 - Samið var um vopnahlé milli uppreisnarmanna og portúgalska hersins í Angóla.
- 1976 - Fyrsta breska pönkplatan, smáskífan New Rose með bresku hljómsveitinni The Damned, kom út í London.
- 1981 - Hrauneyjafossvirkjun á Íslandi var gangsett.
- 1985 - Á Bíldudal féllu fimm aurskriður úr fjallinu niður í þorpið og ollu nokkrum skemmdum. Mikil úrkoma hafði verið dagana á undan.
- 1992 - Síldveiðiskipið Hólmaborg landaði 1350 tonnum af síld á Eskifirði og var þetta stærsti síldarfarmur sem landað hafði verið úr einu skipi.
- 1996 - 30 fangar létust þegar eldur braust út í fangelsi í Caracas í Venesúela.
- 1999 - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto 2 kom út fyrir PlayStation-leikjatölvuna.
- 2000 - Japanska dagblaðið Mainichi Shimbun afhjúpaði svik fornleifafræðingsins Shinichi Fujimura.
- 2004 - Tímaritið Nature sagði frá uppgötvun nýrrar manntegundar, Homo floresiensis, á eyjunni Flores í Indónesíu.
- 2008 - Geimvísindastofnun Indlands sendi könnunarfarið Chandrayaan-1 til Tunglsins.
- 2009 - Stýrikerfið Windows 7 kom á markað.
- 2010 - Alþjóðlega geimstöðin sló metið fyrir lengstu mannabyggð í geimnum en hún hafði hýst fólk samfleytt frá 2. nóvember 2000.
- 2020 - 34 ríki undirrituðu Samkomulagsyfirlýsinguna í Genf gegn fóstureyðingum að undirlagi Mike Pompeo.
Fædd
- 1689 - Jóhann 5. Portúgalskonungur (d. 1750).
- 1769 - Jón Espólín, íslenskur annálahöfundur (d. 1836).
- 1811 - Franz Liszt, ungverskt tónskald og píanóleikari (d. 1886).
- 1844 - Sarah Bernhardt, frönsk leikkona (d. 1923).
- 1857 - Michael Pedersen Friis, danskur forsætisráðherra (d. 1944).
- 1858 - Hermann Jónasson, íslenskur búfræðingur (d. 1923).
- 1870 - Ívan Búnín, rússneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1953).
- 1913 - Bảo Đại, síðasti keisari Víetnams (d. 1997).
- 1915 - Yitzhak Shamir, ísraelskur stjórnmálamaður (d. 2012).
- 1917 - Joan Fontaine, bandarísk leikkona (d. 2013).
- 1919 - Doris Lessing, breskur rithöfundur (d. 2013).
- 1921 - Georges Brassens, franskur söngvari (d. 1981).
- 1927 - Baldur Georgs Takács, töframaður og búktalari (d. 1994).
- 1938 - Derek Jacobi, breskur leikari.
- 1949 - Arsene Wenger, franskur knattspyrnustjóri.
- 1952 - Jeff Goldblum, bandarískur leikari.
- 1957 - Bergþór Pálsson, íslenskur söngvari.
- 1959 - Todd Graff, bandarískur leikari.
- 1967 - Carlos Mencia, skemmtikraftur frá Hondúras.
- 1971 - Tomislav Erceg, króatískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Hildur Sverrisdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1980 - Helgi Hrafn Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1983 - Plan B, breskur rappari og söngvari.
- 1987 - Mikkel Hansen, danskur handknattleiksmaður.
- 1989 - Viktor Orri Valgarðsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1991 - Levi Sherwood, nýsjálenskur mótorkrossmaður.
Dáin
- 741 - Karl hamar hallarbryti Frankaríkisins (f. um 688).
- 1253 - Hallur Gissurarson, sonur Gissurar jarls.
- 1253 - Gróa Álfsdóttir, kona Gissurar Þorvaldssonar, og Hallur, Ísleifur og Ketilbjörn Gissurarsynir.
- 1253 - Árni beiskur, banamaður Snorra Sturlusonar.
- 1652 - Johannes Bureus, sænskur fornfræðingur (f. 1568).
- 1906 - Paul Cézanne, franskur listmálari (f. 1839).
- 1982 - Savitri Devi, grískur trúspekingur (f. 1905).
- 1988 - Plácido Galindo, perúskur knattspyrnumaður (f. 1906).
- 1989 - Ewan MacColl, enskur þjóðlagasöngvari (f. 1915).
- 1995 - Kingsley Amis, bandarískur rithöfundur (f. 1922).
Hátíðisdagar
- HÁSTAFADAGURINN