LabLynx Wiki
Efni
Útlit
Árið 1802 (MDCCCII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Hafísvetur, oft kallaður Langijökull, með tilheyrandi aflabresti fram að páskum.
- 30. mars - Kúabólusetning var lögboðin á Íslandi.
- Hólastóll lagður niður og eignir hans seldar.
- Hólaskóli lagður niður og sameinaður Reykjavíkurskóla (Hólavallarskóla).
- 29. júní - Landsyfirréttur kveður upp fyrsta dóm sinn.
- 19. september - Síamstvíburar, samvaxin stúlkubörn, fæddust í Rangárvallasýslu. Stúlkurnar voru andvana fæddar.
- Brynjólfskirkja í Skálholti rifin.
- Morðin á Sjöundá: Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir á Sjöundá á Rauðasandi myrtu Jón mann Steinunnar og Guðrúnu konu Bjarna.
- Ludwig Erichsen varð amtmaður í Vesturamti.
- Tómthúsbýlið Skuggi, sem Skuggahverfi í Reykjavík er kennt við, var reist í landi Arnarhóls 1802-1803.
- Hans Jónatan, hörundsdökkur þræll, flutti til Djúpavogs.
Fædd
Dáin
- 11. október - Hinrik Hansen, síðasti kaupmaður á Básendum (f. 1748).
- Galdra-Geiri eða Þorgeir Stefánsson, sem vakti upp drauginn Þorgeirsbola (f. um 1716).
Erlendis
- Febrúar - Rósettusteinninn var fluttur frá Egyptalandi til Bretlands.
- 3. mars - Tunglskinssónatan eftir Ludwig van Beethoven frumflutt.
- Maí - Madame Marie Tussaud sýndi fyrstu vaxmyndir sínar í London.
- 4. maí - Gullhornunum stolið úr Kunstkammeret í Kaupmannahöfn.
- 20. maí - Napóleon Bónaparte heimilar aftur þrælahald í frönsku nýlendunum en það hafði verið lagt af í frönsku byltingunni.
- Júní - Thomas Wedgwood gerði tilraunir með ljósmyndun í London.
- 8. júní - Leiðtogi haítísku byltingarinnar, Toussaint Louverture, var fangelsaður af Frökkum.
- Frönsku byltingarstríðin hófust.
- Bann við kaffidrykkju var afnumið í Svíþjóð. Það var í þriðja skipti af fjórum sem Svíar settu á kaffibann.
Fædd
- 14. janúar - Karl Lehrs, þýskur fornfræðingur (d. 1878).
- 26. febrúar - Victor Hugo, franskur rithöfundur (d. 1865).
- 24. júlí - Alexandre Dumas eldri, franskur rithöfundur (d. 1870).
- 5. ágúst - Niels Henrik Abel, norskur stærðfræðingur (d. 1829).
- 19. september – Lajos Kossuth, ungverskur stjórnmálamaður (d. 1894).
Dáin
- 20. ágúst - Jöns Jakob Berzelius, sænskur efnafræðingur (f. 1779).