HL7 Wiki
Efni
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
16. mars er 75. dagur ársins (76. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 290 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 597 f.Kr. - Babýloníumenn hertóku Jerúsalem.
- 1190 - Gyðingaofsóknir áttu sér stað í York á Englandi. 150-500 gyðingar voru drepnir.
- 1315 - Bein Guðmundar góða voru tekin upp og Gvendardagur gerður messudagur á Íslandi.
- 1322 - Játvarður 2. Englandskonungur bældi niður uppreisn aðalsmanna í orrustunni við Boroughbridge.
- 1337 - Svarti prinsinn, Játvarður sonur Játvarðar 3. Englandskonungs, var krýndur hertogi af Cornwall.
- 1521 - Ferdinand Magellan kom til Filippseyja.
- 1608 - Jesúítar fengu leyfi til að stofna trúboðsstöðvar í Paragvæ.
- 1621 - Indíáninn Samoset kom í tjaldbúðirnar í Plymouth-nýlendunni og heilsaði fólkinu á ensku, því til mikillar furðu.
- 1657 - Miklir jarðskjálftar riðu yfir Suðurland og féllu hús víða, en mest í Fljótshlíð.
- 1660 - Langa þingið var leyst upp í Englandi.
- 1769 - Franski landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville lauk þriggja ára hnattsiglingu. Í föruneyti hans var Jeanne Baré, fyrsta konan sem vitað er til að hafi siglt umhverfis hnöttinn.
- 1792 - Gústaf 3. Svíakonungur var særður til ólífis á grímuballi í óperunni. Hann dó þann 29. mars.
- 1813 - Prússar lýstu yfir stríði á hendur Napóleoni keisara Frakka.
- 1815 - Vilhjálmur 1. varð konungur Hollands.
- 1852 - Tólf menn drukknuðu þegar skipi hvolfdi í Höfnum.
- 1867 - Joseph Lister birti grein í The Lancet þar sem í fyrsta sinn er lýst skurðaðgerðum við dauðhreinsaðar aðstæður.
- 1910 - Póstskipið s.s. Laura, eign Sameinaða danska gufuskipafélagsins strandaði á Skagaströnd hjá Finnstaðanesi.
- 1935 - Adolf Hitler fyrirskipaði vígvæðingu þýska ríkisins í trássi við Versalasáttmálann.
- 1942 - Fyrsta V-2-flugskeytinu var skotið í tilraunaskyni í Þýskalandi. Það sprakk í flugtaki.
- 1968 - Fjöldamorðin í My Lai í Víetnam: Bandarískir hermenn drápu hvert mannsbarn í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á herskyldualdri.
- 1976 - Harold Wilson sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 1978 - Rauðu herdeildirnar rændu Aldo Moro í Róm. Hann fannst síðar myrtur í farangursgeymslu fólksbifreiðar.
- 1978 - Olíuskipið Amoco Cadiz steytti á skerjum í Ermarsundi og brotnaði í tvennt með þeim afleiðingum að úr varð eitt alvarlegasta umhverfisslys sögunnar.
- 1979 - Stríði Kína og Víetnam lauk með því að Kínverjar drógu herlið sitt frá Víetnam.
- 1980 - Fjórða hrina Kröfluelda hófst. Þetta gos var kallað skrautgos þar sem það stóð stutt en þótti fallegt.
- 1982 - Claus von Bülow var dæmdur fyrir tilraun til að myrða eiginkonu sína í Bandaríkjunum.
- 1983 - Reykjavíkurborg keypti stórt land í Viðey af Ólafi Stephensen og átti þá nánast alla eyjuna, nema Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem var í eigu ríkisins til 1986.
- 1984 - Yfirmanni CIA í Beirút, William Francis Buckley, var rænt af Samtökunum heilagt stríð.
- 1988 - Gasárás var gerð á íraska bæinn Halabja, þar sem aðallega bjuggu Kúrdar. Allir bæjarbúar fórust, yfir 5000 talsins.
- 1988 - Íran-Kontrahneykslið: Herforingjarnir Oliver North og John Poindexter voru ákærðir fyrir svik gegn Bandaríkjunum.
- 1990 - Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í fyrsta sinn.
- 1992 - Boris Jeltsín tilkynnti að stofnaður yrði sérstakur Rússlandsher.
- 1995 - Mississippi staðfesti Þrettánda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um bann við þrælahaldi.
- 1996 - Robert Mugabe var kjörinn forseti Simbabve.
- 1997 - Sandline-málið: Papúski herforinginn Jerry Singirok lét handtaka Tim Spicer og málaliða frá Sandline International.
- 2002 - Erkibiskupinn í Cali í Kólumbíu, Isaias Duarte, var myrtur fyrir framan kirkju.
- 2003 - Stærstu samræmdu fjöldamótmæli á heimsvísu voru haldin gegn stríði í Írak.
- 2006 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti stofnun Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
- 2010 - Kasubigrafhýsin í Úganda eyðilögðust í eldi.
- 2014 - Umdeild atkvæðagreiðsla meðal íbúa Krímskaga, hvort skaginn skyldi verða hluti af Rússlandi, fór fram.
- 2020 – Dow Jones-vísitalan féll um 2.997,10 punkta, sem var mesta lækkun sögunnar í punktum talið og önnur mesta lækkunin í prósentum.
- 2022 - Loftárás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu olli dauða 600 almennra borgara sem höfðu leitað þar skjóls.
- 2022 - Rússland var rekið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu.
- 2880 - Hugsanlegt er talið að loftsteinninn 1950 DA muni rekast á jörðina og valda gjöreyðingu. Reiknaðar líkur eru 1/300.
Fædd
- 1478 - Francisco Pizarro, spænskur landvinningamaður (d. 1541).
- 1751 - James Madison, 4. forseti Bandaríkjanna (d. 1836).
- 1774 - Matthew Flinders, enskur landkönnuður (d. 1814).
- 1789 - Georg Simon Ohm, þýskur eðlisfræðingur (d. 1854).
- 1827 - Ferdinand Meldahl, danskur arkitekt (d. 1908).
- 1839 - Sully Prudhomme, franskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1907).
- 1839 - Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum, íslenskur bóndi (d. 1898).
- 1868 - Maxim Gorkíj, rússneskur rithöfundur (d. 1936).
- 1885 - Sigurður Norland, íslenskur náttúruverndarsinni (d. 1971).
- 1911 - Josef Mengele, þýskur læknir, vísindamaður og stríðsglæpamaður (d. 1979).
- 1921 - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu (d. 2005).
- 1926 - Jerry Lewis, bandarískur leikari.
- 1927 - Daniel Patrick Moynihan, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2003).
- 1931 - Anthony Kenny, enskur heimspekingur.
- 1941 - Bernardo Bertolucci, kvikmyndaleikstjóri.
- 1953 - Richard Stallman, stofnandi Frjálsu hugbúnaðarstofnunarinnar.
- 1959 - Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
- 1967 - John Darnielle, bandarískur tónlistarmaður.
- 1968 - Kahimi Karie, japönsk söngkona.
- 1970 - Páll Óskar Hjálmtýsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1987 - Tiiu Kuik, eistnesk fyrirsæta.
- 1997 - Dominic Calvert-Lewin, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 37 - Tíberíus Rómarkeisari (f. 42 f.Kr.).
- 455 - Valentíníanus 3., keisari Rómar (f. 419).
- 1237 - Guðmundur Arason góði, Hólabiskup (f. 1161).
- 1341 - Jón Indriðason, biskup í Skálholti.
- 1485 - Anne Neville, Englandsdrottning, kona Ríkharðs 3. (f. 1456).
- 1664 - Ívan Vígovskíj, kósakkaleiðtogi.
- 1683 - Henrik Bjelke, norskur flotaforingi og hirðstjóri á Íslandi (f. 1615).
- 1698 - Leonora Christina Ulfeldt, dóttir Kristjáns 4.
- 1828 - Johannes Galletti, þýskur sagnfræðingur (f. 1750).
- 1930 - Miguel Primo de Rivera, spænskur einræðisherra (f. 1870).
- 1938 - Egon Friedell, austurrískur heimspekingur (f. 1878).
- 1940 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri, bæjarfulltrúi og kvenréttindafrömuður (f. 1856).
- 1940 - Selma Lagerlöf, sænskur rithöfundur (f. 1858).
- 1963 - Valtýr Stefánsson, íslenskur blaðamaður (f. 1893).
- 1977 - Halldór Pétursson, íslenskur skopmyndateiknari (f. 1916).
- 2017 - Helgi M. Bergs, íslenskur hagfræðingur (f. 1945).