Clinfowiki
Efni
|
|
- Orðið „vor“ er einnig fornt eignarfornafn.
Vor er ein af árstíðunum fjórum. Hinar eru sumar, haust og vetur. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir mars, apríl og maí oftast taldir til vors, en á suðurhveli eru mánuðirnir september, október og nóvember vormánuðir. Veðurstofa Íslands telur vor vera mánuðina apríl og maí. Vor er sá tími ársins þegar daginn er að lengja hvað mest og í kjölfar þess hækkar meðalhitinn dag frá degi og gróður tekur við sér.
Á jafndægri að vori er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni og sums staðar á norðurhveli er vorjafndægur jafnframt talinn vera vordagurinn fyrsti, t.d. í Þýskalandi. Fyrsti vordagur eftir írsku tímatali er Brigídarmessa eða 2. febrúar.[1]
Heimildir
- ↑ James Stephens, "St. Patrekur og st. Brigid," Bæjarblaðið 4.22 (18.12.1954): 3, https://timarit.is/page/7090089