Clinfowiki
Efni
Costco Wholesale Corporation er heildverslun sem byggir á meðlimaaðild. Costco er annað stærsta smásölufyrirtæki í heimi á eftir Walmart. Höfuðstöðvar Costco eru í Issaquah í Washington-fylki en fyrsta verslun Costco var opnuð í Seattle árið 1983. Costco starfrækir 727 verslanir á heimsvísu en þær er að finna í Bandaríkjunum (508), Kanada (94), Mexíkó (38), á Bretlandi (28), í Japan (25), Suður-Kóreu (13), Taívan (13), Ástralíu (8), á Spáni (2) og Íslandi (1).
Meðlimafjöldi Costco á heimsvísu var 80 milljónir í september 2016.[1] Costco er þekkt fyrir að selja hágæðavörur í bland við ódýrar vörur sem seldar eru í miklu magni. Í verslunum Costco er boðið upp á meðal annars raftæki, matvörur, snyrtivörur, lyf, áfengi (selst þó ekki einstaklingum á Íslandi), fatnað, leikföng, skartgripi og húsgögn. Í flestum verslunum Costco er einnig hjólbarðaverkstæði og kaffihús með heitan mat.[1]
Costco opnaði verslun á Íslandi þann 23. maí 2017 í Kauptúni í Garðabæ.[2] Búist er við að koma Costco til Íslands muni hafi jákvæð áhrif á íslenska verslun með því að auka samkeppni og búa til neikvæðan þrýsting á verðlag. Sem dæmi má nefna að bensínlítri var 9% lægri í Costco við opnun en hjá ódýrustu íslensku olíufélögunum.[3]
Tengill
Heimildir
- ↑ 1,0 1,1 „Um Costco – Costco.is“. Sótt 23. maí 2017.
- ↑ „Íslendingar fylltu innkaupakerrurnar í Costco“, RÚV.
- ↑ „Segir bensínverð Costco varpa ljósi á fákeppni“, RÚV.