Clinfowiki
Efni
Útlit
Árið 1921 (MCMXXI í rómverskum tölum), var almennt ár sem byrjaði á laugardegi.
Ísland
Atburðir
- 1. maí - Knattspyrnufélagið Týr var stofnað í Vestmanneyjum.
- 27. júní - Orkuveitan hóf raforkuframleiðslu í Elliðárdal. [1]
- 3. júlí - Kristján X. stofnaði Hina íslensku fálkaorðu.
- 18. nóvember - Hvíta stríðið: Óeirðir voru á Suðurgötu í Reykjavík fyrir utan íbúð Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins.
- 1. desember - Elín Briem (1856-1937) og Þórunn Jónassen (1850-1922) hlutu fyrstar kvenna riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
- Utanflokkabandalagið var lagt niður.
- Sandgerðisviti var reistur.
Fædd
- 31. mars - Jón Múli Árnason, íslenskur útvarpsmaður (d. 2002).
- 7. apríl - Einar Bragi Sigurðsson, íslenskt skáld og þýðandi (d. 2005).
- 26. maí - Hermann Pálsson, íslenskur fræðimaður og þýðandi, lengst af prófessor í íslenskum fræðum við Edinborgarháskóla (d. 2002).
- 18. júlí -Jón Óskar, íslenskt skáld og rithöfundur (d. 1998).
- 8. ágúst - Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, baráttukona fyrir réttindum verkakvenna og alþingismaður (d. 1994)
- 15. ágúst - Matthías Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2014).
- 24. september - Sigurður E. Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1966).
- 5. nóvember - Hlynur Sigtryggsson, íslenskur veðurfræðingur (d. 2005).
Dáin
- 4. mars - Gunnar Thorsteinsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1894).
- 28. september - Þorvaldur Thoroddsen, íslenskur jarðfræðingur og landfræðingur (f. 1855).
Erlendis
Atburðir
- 25. febrúar - Rauði herinn réðst inn í Georgíu og kom á sovésku lýðveldi.
- 4. mars - Warren G. Harding sór embættiseið sem Forseti Bandaríkjanna.
- 8. mars - Spænski forsætisráðherrann Eduardo Dato e Iradier var skotinn til bana af katalónskum þjóðernissinnum í Madríd.
- 12. mars - Edith Cowan varð fyrsta konan á Ástralska þinginu.
- 17. mars - Fóstureyðingar hófust í fyrstu fóstureyðingastöð Breta í London.
- 21. mars - Lenín tilkynnti nýju efnahagsstefnuna.
- 31. maí - 1. júní - Fjöldamorðin í Tulsa: Hvítir íbúar í Tulsa, Oklahoma myrtu um 300 svarta íbúa.
- 3. júní - Dauðarefsing var felld niður í Svíþjóð.
- 1. júlí - Kommúnistaflokkurinn var stofnaður í Kína.
- 11. júlí - Írska sjálfstæðisstríðið endaði.
- 27. júlí - Insúlín var uppgötvað í Toronto.
- 29. júlí - Adolf Hitler varð leiðtogi nasistaflokksins.
- 25. ágúst - Matthias Erzberger, fjármálaráðherra Þýskalands var skotinn til bana af þjóðernissinnum. Óeirðir urðu í München.
- 2. október - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1921 hófst.
- 20. október - Frakkland og Tyrkland skrifa undir friðarsamning í stríði sem hafði varað í nær 3 ár.
- 9. nóvember - Ítalski fasistaflokkurinn var stofnaður.
- 6. desember - Írska fríríkið var stofnað.
- 29. desember - William Lyon Mackenzie King varð forsætisráðherra Kanada. Hann ríkti í 2 áratugi í embætti.
Ódagsett
- Rússneska hungursneyðin 1921-1922 hófst. Nær 4 milljónir létust.
- Konur fengu sektir í Chicago fyrir að ganga um í stuttpilsum og með bera handleggi.
- Þyrla flýgur í fyrsta skipti.
- Kýlapest (öðru nafni Svarti dauði) brýst út í Sydney á Ástralíu.
- Bifhjól eru tekin í notkun hjá lögreglunni í London.
Listir
- Agatha Christie skrifar fyrstu bók sína um Hercules Poirot.
- Charlie Chaplin gerir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, The Kid.
- Rudolph Valentino slær í gegn í kvikmyndahúsum.
Fædd
- 4. febrúar - Betty Friedan, bandarískur rithöfundur og femínisti (d. 2006).
- 21. febrúar - John Rawls, bandarískur heimspekingur og prófessor í stjórnspeki við Harvard-háskóla (d. 2002).
- 22. febrúar - Jean-Bédel Bokassa, fyrrum forseti Mið-Afríkulýðveldisins (d. 1996).
- 16. mars - Fahd bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu (d. 2005).
- 14. apríl - Thomas Schelling, bandarískur hagfræðingur.
- 16. apríl - Peter Ustinov, breskur leikari (d. 2004).
- 2. maí - Satyajit Ray, indverskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1992).
- 21. maí - Andrei Sakarov, sovéskur kjarneðlisfræðingur (d. 1989).
- 5. júní - Vytautas Mačernis, litháískt skáld. (d. 1944)
- 10. júní - Phillip Mountbatten prins, Hertoginn af Edinborg (d. 2021)
- 4. júlí - Stein Rokkan, norskur stjórnmálafræðingur og félagsfræðingur (d. 1979).
- 18. júlí - John Glenn, bandarískur geimfari og öldungadeildarþingmaður.
- 19. júlí - Rosalyn Yalow, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í lífeðlis- og læknisfræði (d. 2011).
- 2. ágúst - Ruth Barcan Marcus, bandarískur heimspekingur og rökfræðingur (d. 2012).
- 11. ágúst - Alex Haley, bandarískur rithöfundur (d. 1992).
- 19. ágúst - Eugene Wesley Roddenberry, bandarískur handritshöfundur (d. 1991).
- 22. september - Sidney Morgenbesser, bandarískur heimspekingur og prófessor við Columbia-háskóla (d. 2004).
- 3. nóvember - Charles Bronson, bandarískur leikari (d. 2003).
- 23. nóvember - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (d. 1960).
- 3. desember - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur og textafræðingur (d. 2003).
- 6. desember - Piero Piccioni, ítalskur píanóleikari (d. 2004).
- 30. desember - J.L. Ackrill, enskur fornfræðingur og heimspekingur (d. 2007).
Dáin
- 3. febrúar - Colin Archer, norsk/skoskur skipasmiður (f. 1832).
- 8. febrúar - Pjotr Kropotkin, rússneskur anarkisti (f. 1842).
- Eðlisfræði - Albert Einstein
- Efnafræði - Frederick Soddy
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Anatole France
- Friðarverðlaun - Hjalmar Branting, Christian Lous Lange