Bioinformatics Wiki
Efni
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
829 (DCCCXXIX í rómverskum tölum) var 29. ár 9. aldar sem hófst á föstudegi, samkvæmt júlíska tímatalinu.
Atburðir
- 2. október - Teófílos keisari tók við völdum í Konstantínópel.
- Október - Nær allur floti keisaradæmisins fórst í orrustunni við Þasos móti Serkjum frá Krít.
- Ecgberht konungur Wessex réðist inn í Mersíu og hrakti Wiglaf frá völdum og var hylltur sem Bretavaldur (konungur Breta).
- Víkingaforinginn Hálfdán svarti tók við völdum í Ögðum og skipti ríkjum í Vestfold með Ólafi Geirstaðaálfi, hálfbróður sínum.
- Áin Níl fraus.
- Konungur Nanzhao í Kína réðist á borgina Chengdu í Sesúan.
- Loðvík guðhræddi sendi frankverska ábótann Ansgar sem trúboða til Svíþjóðar.
Fædd
- 8. september - Ali al-Hadi, sjía ímam.
- Al-Nasa'i, hadíðufræðimaður.
- Lu Yan, kanslari Tangveldisins.
- Yahya ibn Muhammad, soldán í Marokkó (d. 864).
Dáin
- 1. júní - Li Tongjie, herforingi Tangveldisins.
- 30. júní - Shi Xiancheng, herforingi Tangveldisins.
- 2. október - Mikael 2. keisari Austrómverska ríkisins (f. 770).
- Abu al-Razi Muhammad ibn Abd al-Hamid, landstjóri í Jemen.
- Giustiniano Participazio, hertogi í Feneyjum.
- Li Yi, kínverskt skáld.
- Muiredach mac Ruadrach, konungur Leinster.