Trends in LIMS
Efni
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
4. apríl er 94. dagur ársins (95. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 271 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
- 1328 - Niðarósdómkirkja í Noregi brann.
- 1406 - Jakob 1. varð konungur Skotlands að nafninu til.
- 1581 - Francis Drake lauk hringferð sinni um heiminn og var aðlaður af Elísabetu 1. Englandsdrottningu.
- 1588 - Kristján 4. varð konungur Danmerkur, 11 ára gamall, eftir lát föður síns Friðriks 2.
- 1607 - Iskandar Muda varð soldán í Aceh.
- 1609 - Filippus 3. gaf út tilskipun um að kristnir márar skyldu reknir frá Spáni.
- 1639 - Sænski herinn undir stjórn Johans Banér, vann sigur á keisarahernum í orrustunni við Chemnitz í Saxlandi.
- 1721 - Robert Walpole var skipaður forsætisráðherra í Bretlandi.
- 1897 - Hið íslenska prentarafélag var stofnað. Það er elsta starfandi verkalýðsfélag á Íslandi og er nú hluti af Félagi bókagerðarmanna.
- 1905 - 370.000 manns fórust í jarðskjálfta nálægt Kangra á Indlandi.
- 1923 - Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Warner Bros. var stofnað.
- 1939 - Faisal 2. varð konungur Íraks.
- 1949 - Tólf þjóðir skrifuðu undir Norður-Atlantshafssáttmálann og mynduðu þannig Atlantshafsbandalagið (NATO)
- 1956 - Alþýðubandalagið var stofnað.
- 1959 - Malísambandið var stofnað.
- 1964 - Bítlarnir áttu smáskífur í öllum fimm efstu sætum bandaríska Billboard-listans.
- 1965 - Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð.
- 1968 - Martin Luther King yngri var myrtur.
- 1970 - Rúgbrauðsgerðin í Reykjavík stórskemmdist í eldi. Húsið var gert upp og hýsir nú veislusali ríkisins.
- 1973 - World Trade Center var formlega opnað í New York-borg.
- 1974 - Seðlabankinn hóf að selja þjóðhátíðarmynt að verðgildi 500 kr., 1000 kr. og 10000 kr. og rann ágóðinn í þjóðhátíðarsjóð.
- 1975 - Fyrirtækið Microsoft stofnað af Bill Gates og Paul Allen í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.
- 1979 - Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans, var tekinn af lífi.
- 1981 - Breska hljómsveitin Bucks Fizz sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Making Your Mind Up“.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Breska varnarliðið á Falklandseyjum gafst upp fyrir Argentínuher.
- 1983 - Fyrsta flug geimskutlunnar Challenger fór fram.
- 1984 - Ronald Reagan kallaði eftir alþjóðlegu banni við notkun efnavopna.
- 1987 - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sigrar í Gettu betur í fyrsta og eina sinn.
- 1991 - Síðasta bindi Alþingisbóka Íslands kom út. Bindin eru 17 alls og stóð útgáfan yfir frá 1912.
- 1991 - Fjórir ungir menn af víetnömskum uppruna tóku 40 manns í gíslingu í Sacramento í Bandaríkjunum.
- 1991 - Sænska stjórnin skipaði Lars Eckerdal biskup í Gautaborg þar sem hann var eini umsækjandinn sem samþykkti að vígja konur til prests.
- 2002 - Borgarastyrjöldinni í Angóla lauk með friðarsamkomulagi stjórnarinnar við skæruliða UNITA.
- 2004 - Bandýmannafélagið Viktor var stofnað í Reykjavík.
- 2005 - Askar Akayev sagði af sér sem forseti Kirgistan.
- 2006 - Tom Delay, leiðtogi repúblikana á bandaríska þinginu tilkynnti um afsögn sína.
- 2007 - Stjörnufræðingar uppgötvuðu fjarreikistjörnuna Gliese 581 c.
- 2008 - Franska seglskipinu Le Ponant var rænt af sjóræningjum við strönd Sómalíu með 30 farþega um borð.
- 2009 - George Abela varð forseti Möltu.
- 2020 – Keir Starmer tók við sem leiðtogi Breska verkamannaflokksins af Jeremy Corbyn.
- 2021 - Yfir 270 fórust þegar fellibylurinn Seroja gekk yfir Austur-Nusa Tenggara og Tímor.
Fædd
- 188 - Caracalla, keisari Rómaveldis (d. 217).
- 1646 - Antoine Galland, franskur fornleifafræðingur (d. 1715).
- 1879 - Ignaz Trebitsch-Lincoln, ungverskur njósnari, trúarleiðtogi og svikahrappur (d. 1943).
- 1905 - Shojiro Sugimura, japanskur knattspyrnumaður (d. 1975).
- 1906 - Yasuo Haruyama, japanskur knattspyrnumaður (d. 1987).
- 1913 - Muddy Waters, tónlistarmaður (d. 1983).
- 1928 - Maya Angelou, bandarískt ljóðskáld og rithöfundur (d. 2014).
- 1932 - Andrej Tarkovskíj, kvikmyndaleikstjóri (d. 1986).
- 1932 - Anthony Perkins, kvikmyndaleikari (d. 1992).
- 1936 - Ann-Louise Hanson, sænsk söngkona.
- 1944 - Craig T. Nelson, bandarískur leikari.
- 1957 - Aki Kaurismäki, finnskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1958 - Edvaldo Oliveira Chaves, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1958 - Masakuni Yamamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Hugo Weaving, ástralskur leikari.
- 1961 - Gyrðir Elíasson, íslenskur rithöfundur.
- 1965 - Robert Downey Jr., bandarískur leikari.
- 1979 - Heath Ledger, ástralskur leikari (d. 2008).
- 1990 - Manabu Saito, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Jamie Lynn Spears, bandarísk leik- og söngkona.
Dáin
- 896 - Formósus páfi.
- 911 - Liu Yin, stríðsherra á tímum Tangveldisins (f. 874).
- 1284 - Alfons 10. Kastilíukonungur (f. 1221).
- 1292 - Nikulás 4. páfi.
- 1406 - Róbert 3. Skotakonungur (f. 1337).
- 1459 - Eiríkur af Pommern, konungur Danmerkur (d. 1382).
- 1588 - Friðrik 2. Danakonungur (f. 1534).
- 1617 - John Napier, skoskur stærðfræðingur (f. 1550).
- 1761 - Stephen Hales, enskur vísindamaður (f. 1677).
- 1841 - William Henry Harrison, 9. forseti Bandaríkjanna (f. 1773).
- 1929 - Karl Benz, þýskur verkfræðingur og bifreiðahönnuður (f. 1844).
- 1958 - Victor Urbancic, austurrískur tónlistarmaður (f. 1903).
- 1967 - Héctor Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1898).
- 1968 - Martin Luther King, Jr., bandarískur mannréttindafrömuður (f. 1929).
- 1979 - Ali Bhutto, forseti og forsætisráðherra Pakistans (f. 1928).
- 1991 - Max Frisch, svissneskur rithöfundur (f. 1911).
- 2010 - Jón Böðvarsson, íslenskur skólameistari og fræðimaður (f. 1930).
- 2013 - Ólafur Halldórsson, íslenskufræðingur (f. 1920).
- 2015 - Klaus Rifbjerg, danskur rithöfundur (f. 1931).