Laboratory demand management strategies: An overview
Efni
Útlit
Árið 1904 (MCMIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- 1. janúar - Fyrsta byggingarsamþykkt Reykjavíkur gekk í gildi. Samkvæmt henni var framvegis bannað að reisa torfbæi í bæjarlandinu. Fyrsti byggingafulltrúi Reykjavíkur tók til starfa.
- 26. janúar - Kvenfélagið Hringurinn var stofnað í Reykjavík.
- 1. febrúar - Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann með aðsetur á Íslandi. Aðsetur hans var í Reykjavík. Magnús Stephensen lét af embætti landshöfðingja. Stjórnarráð Íslands tók til starfa.
- Skipting landsins í Norður- og Austuramt og Suður- og Vesturamt var lögð niður.
- 17. maí - Guðmundur Björnsson læknir ræddi um nauðsyn þess að leiða vatn til Reykjavíkur.
- 7. júní - Íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Bankinn hafði einkarétt á seðlaútgáfu og starfaði til ársins 1930.
- 20. júní - Bílaöld hófst á Íslandi er fyrsti bíllinn kom til landsins á vegum Ditlev Thomsen, kaupmanns. Bíllinn var gamall og slæmt eintak af gerðinni Cudell og gerði ekki mikla lukku.
- Haustið - Gamli skóli tekinn í notkun á Akureyri.
- 1. október - Latínuskólanum var skipt í lærdómsdeild og gagnfræðadeild og hét eftir það Hinn almenni menntaskóli. Björn M. Ólsen rektor lét af embætti.
- 12. desember - Fyrsta almenningsrafveitan var sett upp á Íslandi í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal.
- 20. desember Íþróttafélagið Höfrungur stofnað á Þingeyri.
- Trésmiðjan Völundur hf. var stofnuð.
- Prentarahlutafélagið Gutenberg var stofnað.
- Iðnskólinn í Reykjavík tók til starfa í Vinaminni.
- Rjómabúið á Baugsstöðum var stofnað, það rjómabú sem lengst starfaði á Íslandi.
Fædd
- 7. janúar - Binni í Gröf, skipstjóri í Vestmannaeyjum (d. 1972).
- 11. janúar - Steinþór Sigurðsson, náttúrufræðingur (d. 1947).
- 8. júní - Gunnlaugur Scheving, myndlistarmaður (d. 1972).
- 6. júlí - Rannveig Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður (d. 1987)
- 17. ágúst - Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands og matreiðslubókahöfundur (d. 1962).
- 1. september - Guðmundur Böðvarsson, skáld, þýðandi og bóndi (d. 1972).
- 21. september - Þorsteinn Ö. Stephensen, íslenskur leikari (d. 1991).
Dáin
- 21. janúar - Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans (f. 1822).
- 29. október - Arnljótur Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálamaður (f. 1823).
- 17. desember - Páll Briem, sýslumaður, amtmaður og alþingismaður (f. 1856).
Erlendis
- 23. janúar - Eldsvoði í Álasundi eyðileggur flestar byggingar í bænum.
- 7. febrúar - Mikill eldsvoði í Baltimore. Yfir 1500 hús brunnu.
- 8–9. febrúar - Stríð Rússlands og Japans hefst: Japanir gera óvænta árás á Port Arthur í Mansjúríu.
- 23. febrúar - Bandaríkjamenn keyptu landræmu undir Panamaskurðinn fyrir tíu milljónir dollara.
- 4. maí - Vinna hófst við Panamaskurðinn.
- 21. maí - Alþjóðaknattspyrnusambandið var stofnað í París.
- 28. júní - Danska farþegaskipið Norge sigldi á sker við Rockall og fórst. 635 drukknuðu, þar á meðal 225 norskir útflytjendur.
- 1. júlí - Sumarólympíuleikarnir 1904 hófust í St. Louis í Bandaríkjunum.
- 21. júlí - Lokið var við lagningu Síberíujárnbrautarinnar.
- 14. ágúst - Argentínska knattspyrnufélagið Argentinos Juniors stofnað.
- 27. október - Neðanjarðarlestarkerfi New York-borgar var sett á laggirnar.
- Nóvember - John Ambrose Fleming fann upp rafeindalampann.
- 8. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Theodore Roosevelt ber sigurorð af demókratanum Alton B. Parker.
- 16. nóvember - Norðmaðurinn Carl Anton Larsen stofnar byggðina Grytviken á bresku eyjunni Suður-Georgíu og reisir hvalveiðistöð þar.
- 27. desember - Leikritið Pétur Pan var frumsýnt í London.
- 27. desember - Abbey Theatre var opnað í Dublin.
- 31. desember - Fyrsti áramótafagnaðurinn er haldinn á Times Square.
- Heckelfónninn var fyrst kynntur til sögunnar.
Fædd
- 18. janúar - Cary Grant, enskur leikari (d. 1986).
- 2. mars - Dr. Seuss, bandarískur rithöfundur (d. 1991).
- 7. mars - Reinhard Heydrich, yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (d. 1942).
- 11. mars - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (d. 1987).
- 20. mars - Burrhus Frederic Skinner, bandarískur sálfræðingur (d. 1990).
- 22. apríl - Robert Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur (d. 1967).
- 6. maí - Harry Martinson, sænskur rithöfundur, ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum (d. 1978).
- 11. maí - Salvador Dalí, spænskur listamaður (d. 1989).
- 2. júní - Johnny Weissmuller, bandarískur sundkappi og leikari (d. 1984).
- 5. júlí - Ernst Mayr, bandarískur líffræðingur (d. 2005).
- 12. júlí - Pablo Neruda, síleanskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1973).
- 22. ágúst - Deng Xiaoping, kínverskur leiðtogi og stjórnmálamaður (d. 1997).
- 15. september - Úmbertó 2., síðasti konungur Ítalíu (d. 1983).
- 2. október - Graham Greene, enskur rithöfundur (d. 1991).
- 29. nóvember - Héctor Castro, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1960).
Dáin
- 1. maí - Antonín Dvořák, tékkneskt tónskáld (f. 1841).
- 10. maí - Henry Morton Stanley, bandarískur blaðamaður og landkönnuður (f. 1841).
- 3. júlí - Theodor Herzl, austurrískur síonisti (f. 1860).
- 15. júlí - Anton Tsjekhov, rússneskur smásagnahöfundur og leikskáld (f. 1860).
- 17. september - Daniel Willard Fiske, bandarískur ritstjóri, fræðimaður, skákáhugamaður og Íslandsvinur (f. 1831).
- 24. september - Niels Ryberg Finsen, læknir og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1860).