Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Héruð Súlavesí.
Hæðarkort af Súlavesí

Súlavesí (áður Celebes-eyja) er eyja í Indónesíu. Hún er milli Borneó og Mólúkkaeyja og er ein fjögurra Stóru-Sundaeyja. Súlavesí er ellefta stærsta eyja jarðar og er flatarmál eyjunnar er 174.600 km². Í Indónesíu eru aðeins Súmatra, Borneó og Papúa stærri að flatarmáli og aðeins Java og Súmatra byggðar fleira fólki. Sundið milli Súlavesí og Borneó er nefnt Makassarsund.

Súlavesí er mjög óregluleg í laginu með fjóra langa skaga og lítur út eins og nokkurs konar krossfiskur. Þessir skagar eru venjulega einfaldlega nefndir Norðurskagi, Austurskagi, Suðurskagi og Suðausturskagi. Þó er norðurskaginn stundum nefndur Mínahassa-skagi. Tomíníflói liggur milli Mínahassa og austurskagans, Tólóflói milli austur- og suðausturskagans og Boneflói milli suður- og suðausturskagans.

Miðhluti eyjunnar er aðallega fjalllendi. Eldfjöll eru hins vegar einkum á Mínahassa-skaga og má meðal þeirra nefna Lokon, Awu, Soputan og Karangetang. Sex þjóðgarðar eru á eyjunni og eru nokkrir þeirra við hafið til að vernda kóralrif. Dýralíf á Súlavesí er fjölbreytt, þar hafa t.d. fundist 127 tegundir spendýra, þar af 79 sem eru einlendar á eyjunni. Skógeyðing hefur verið vandamál á eyjunni.

Sex héruð eru á Súlavesi; Gorontalo, Vestur-Súlavesí, Suður-Súlavesí, Mið-Súlavesí, Suðaustur-Súlavesí og Norður-Súlavesí. Margar smáeyjar eru hluti af þessum héruðum.

Íbúar voru um 18,5 milljónir árið 2014 og er stærsta borgin Makassar. Flestir íbúanna fylgja íslam en kristinn minnihluti er nyrst.

Árið 2018 varð stór jarðskjálfti við eyjuna og skall flóðbylgja á henni. Talsverð eyðilegging og manntjón varð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.