Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
Perth (skosk gelíska: Peairt) er borg í miðju Skotlandi á bakka Tay-ár og er höfuðstaður Perth og Kinross. Íbúar Perth eru um það bil 47.180. Á seinni hluta miðalda kallaðist Perth St John's Toun eða Saint Johnstoun en þetta nafn er ekki lengur í daglegri notkun.
Byggð hefur verið í Perth frá forsögulegum tíma. Hún liggur á hæð fyrir ofan flæðiland Tay-ár á svæði þar sem hægt er að fara yfir ána á fjöru. Svæðið í kringum borgina hefur verið byggt af veiðimönnum og söfnurum frá miðsteinöld. Nálægt borginni hafa mannvirki úr steini frá nýsteinöld fundist.
Perth var einu sinni höfuðborg Skotlands. Vilhjálmur ljón veiddi Perth stöðu konunglegrar borgar á 12. öld. Perth varð svo að einni ríkustu borga Skotlands og mikil viðskipti voru við Frakkland, Niðurlönd og Eystrasaltslönd. Skoska siðaskiptin voru mikilvægur þáttur í sögu borgarinnar. Við setningu Sáttarlaganna 1701 gerðu Jakobítar uppreisnir í Perth. Jakobítar hertóku borgina þrisvar (árin 1689, 1715 og 1745).
Skólinn Perth Academy var stofnaður árið 1760 og var þetta kveikurinn að iðnaðaruppsveiflu í borginni. Hún varð miðstöð fyrir framleiðslu á höri, leðri, bleikiefni og viskíi. Við byggingu lestarstöðvarinnar árið 1848 varð Perth mikilvæg skiptistöð í járnbrautakerfinu. Í dag er Perth mikilvæg miðstöð verslunar og þjónustu fyrir aðliggjandi svæði. Frá samdrætti vískiframleiðslu í borginni hafa bankar og tryggingarfélög verið áberandi í efnahagi Perth.
Borgirnar Perth í Ástralíu og Perth í Kanada eru báðar nefndar eftir Perth í Skotlandi.