Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.
Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
National Hockey League (skammstafað NHL) er atvinnudeild í íshokkí sem samanstendur af 31 félögum: 24 bandarískum og 7 kanadískum. Deildin hefur höfuðstöðvar í New York-borg og hún er víða talin besta íshokkí deild heims[1] og ein stærsta atvinnumanna deild Bandaríkjanna og Kanada. Sigurvegari deildarinnar fær þáttökurétt í Stanley-bikarnum, elsta atvinnu íþróttabikar Norður-Ameríku.[2]
Deildin var stofnuð 26. nóvember 1917 í Montreal, Quebec, Kanada eftir að móðurfélag þess, National Hockey Association (NHA) hætti störfum en félagið hafði verið stofnað 1909.[3] Deildin byrjaði með fjórum liðum (öllum búsettum í Kanada) og eftir nokkrar stækkanir og yfirfærslur samanstendur hún nú af 30 félögum. Þjóðin sem er átt við í nafni deildarinnar var Kanada, þótt að deildin hefur verið á milli liða í tveim löndum síðan 1924, en þá byrjaði fyrsta lið Bandaríkjanna, Boston Bruins að leika í deildinni.