Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Breyta tenglum
Maryland
State of Maryland
Fáni Maryland
Opinbert innsigli Maryland
Viðurnefni: 
  • Old Line State
  • Free State
  • Little America
  • America in Miniature
Kjörorð: 
Fatti maschii, parole femine (latína)
Maryland merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Maryland í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki28. apríl 1788; fyrir 236 árum (1788-04-28) (7. fylkið)
HöfuðborgAnnapolis
Stærsta borgBaltimore
Stærsta sýslaMontgomery
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriWes Moore (D)
 • VarafylkisstjóriAruna Miller (D)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Ben Cardin (D)
  • Chris Van Hollen (D)
Þingmenn
fulltrúadeildar
Flatarmál
 • Samtals32.133 km2
 • Land25.314 km2
 • Vatn6.819 km2  (21%)
 • Sæti42. sæti
Stærð
 • Lengd400 km
 • Breidd200 km
Hæð yfir sjávarmáli
110 m
Hæsti punktur

(Hoye-Crest)
1.024 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2020)[1]
 • Samtals6.177.224
 • Sæti18. sæti
 • Þéttleiki244/km2
  • Sæti5. sæti
Heiti íbúaMarylander
Tungumál
 • Opinbert tungumálEkkert
TímabeltiUTC−05:00 (EST)
 • SumartímiUTC−04:00 (EDT)
Póstnúmer
MD
ISO 3166 kóðiUS-MD
StyttingMd.
Breiddargráða37°53'N til 39°43'N
Lengdargráða75°03'V til 79°29'V
Vefsíðamaryland.gov

Maryland er fylki á mið-austurströnd Bandaríkjanna. Fylkishöfuðborgin er Annapolis en Baltimore er stærsta borgin. Maryland er fyrir neðan Mason-Dixon línuna og er talið suðurríki af Bandarísku ríkisstjórninni. Í fylkinu búa rúmlega 6,2 milljónir manna (2020).

Landafræði

Maryland er 32.133 ferkílómetrar og er þess vegna svipað stórt og Belgía. Það er áttunda minnsta ríki Bandaríkjanna. Vestur-Virginía, er tæplega tvisvar sinnum stærra. Í Maryland er fjölbreytt landslag og fylkið hefur þess vegna stundum lýst sem „smækkaðri mynd af Ameríku“. Það eru bæði sólstrandir á austurströndinni, mýri við flóann, skógar með eikum á Piedmont svæðinu og furusvæði við fjöllin í vestrinu. Chesapeake Bay er stærsta vatnasvæði í Maryland. Maryland er staðsett suður við Pennsylvaníu, austur við Vestur-Virginíu, vestur við Delaware og Atlantshafið og norður við Virginíu. Washington, D.C. er á svæði sem var eitt sinn hluti af Maryland annars vegar og Virginíu hins vegar.

Flestir íbúar Maryland búa í borgum og úthverfunum við Washington, D.C. en einnig í og kringum stærstu borg Maryland, Baltimore. Önnur fjölmenn svæði í Maryland eru úthverfin Columbia í Howard County; Silver Spring, Rockville, og Gaithersburg í Montgomery County; Laurel, College Park, Greenbelt, Hyattsville, Landover, Clinton, Bowie, og Upper Marlboro í Prince George's County; Frederick í Frederick County; Hagerstown í Washington County; Waldorf í Charles County; Pikesville, Essex, og Towson í Baltimore County; og Glen Burnie og Hanover í Anne Arundel.

Austur, suður, og vesturhlutar fylkisins eru ekki jafn fjölmenn, en þar eru borgirnar Salisbury og Ocean City á Austurströnd, Lexington Park og Waldorf í Suður-Maryland og Cumberland í Vestur-Maryland.

Myndir

Kynþættir

  • Hvítir - 62,1%
  • Svertingjar - 27,9%
  • Latinóar - 4,3%
  • Asíufólk - 4%
  • Blanda af tveimur kynþáttum - 2%
  • Frumbyggjar (Indjánar) - 0,3%

Sýslur

Háskólar

Tilvísanir

  1. „QuickFacts: Maryland“. United States Census Bureau. Sótt 3. apríl 2022.

Tenglar