Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Ketanji Brown Jackson
Ketanji Brown Jackson árið 2022.
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
30. júní 2022
ForveriStephen Breyer
Dómari við áfrýjunardómstól Columbia-umdæmis
Í embætti
17. júní 2021 – 30. júní 2022
ForveriMerrick Garland
EftirmaðurFlorence Y. Pan
Persónulegar upplýsingar
Fædd14. september 1970 (1970-09-14) (54 ára)
Washington, D.C., Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
MakiPatrick Jackson (g. 1996)
Börn2
HáskóliHarvard-háskóli
StarfLögfræðingur

Ketanji Brown Jackson (f. 14. september 1970) er bandarískur lögfræðingur og hæstaréttardómari. Hún var dómari við áfrýjunardómstól í Columbia-umdæmi frá árinu 2021 til ársins 2022. Árið 2022 tilnefndi Joe Biden Bandaríkjaforseti Jackson til Hæstaréttar Bandaríkjanna eftir að hæstaréttardómarinn Stephen Breyer tilkynnti að hann hygðist setjast í helgan stein. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Jacksons þann 7. apríl. Jackson er fyrsta svarta Bandaríkjakonan til að sitja við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Æviágrip

Ketanji Brown Jackson fæddist í bandarísku höfuðborginni Washington, D.C. og ólst upp í Miami í Flórída. Foreldrar hennar voru báðir kennarar almenningsskóla og bróðir hennar hefur starfað með lögreglunni í Baltimore.[1] Jackson var í ræðuliði í Palmetto High School og var um skeið formaður nemendafélagsins þar.[2]

Jackson útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla og var frá 1999 til 2000 aðstoðarmaður bandaríska hæstaréttardómarans Stephens Breyer.[3] Líkt og Stephen Breyer er Jackson talin frjálslynd í túlkun sinni á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Seta hennar við Hæstaréttinn kæmi því ekki til með að raska hugmyndafræðilegri skiptingu innan réttarins, en íhaldssamir dómarar eru þar í meirihluta á móti frjálslyndum.[4]

Jackson var skipuð dómari við alríkisdómstól í fyrsta sinn árið 2013. Hún var skipuð dómari við áfrýjunardómstól Columbia-umdæmis af Joe Biden forseta árið 2021 og var samþykkt af þingmeirihluta Demókrata við öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess sem nokkrir Repúblikanar greiddu atkvæði með tilnefningu hennar.[1]

Þann 25. febrúar 2022 tilnefndi Joe Biden Jackson til Hæstaréttar Bandaríkjanna eftir að Stephen Breyer tilkynnti að hann hygðist fara á eftirlaun.[4] Á kosningafundi í Suður-Karólínu fyrir forsetakosningarnar 2020 hafði Biden lofað því að ef hann næði kjöri myndi hann tilnefna svarta konu til Hæstaréttarins.[1] Öldungadeild Bandaríkjaþings hóf yfirheyrslur yfir Jackson í mars 2022.[5] Kosið var um tilnefningu Jacksons þann 7. apríl og var hún samþykkt með 53 atkvæðum gegn 47.[6] Jackson tók sæti við Hæstaréttinn þann 30. júní 2022.[7]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (28. febrúar 2022). „Fyrsta svarta konan tilnefnd til hæstaréttar Bandaríkjanna“. Kjarninn. Sótt 25. mars 2022.
  2. Sigurjón Björn Torfason (9. apríl 2022). „Dómari sem þekkir mótlæti“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2022. Sótt 10. apríl 2022.
  3. Eiður Þór Árnason (25. febrúar 2022). „Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt“. Vísir. Sótt 25. mars 2022.
  4. 4,0 4,1 „Tilnefnir fyrstu svörtu konuna til Hæstaréttar“. mbl.is. 25. febrúar 2022. Sótt 25. mars 2022.
  5. „Situr fyrir svörum fram á fimmtudag“. mbl.is. 22. mars 2022. Sótt 25. mars 2022.
  6. Samúel Karl Ólason (7. apríl 2022). „Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest“. Vísir. Sótt 7. apríl 2022.
  7. Bjarki Sigurðsson (30. júní 2022). „Ketanji Jack­son fyrsta svarta konan í hæsta­rétti“. Vísir. Sótt 30. júní 2022.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.