Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
Keisaraskurður er holskurður framkvæmdur til að ná lifandi barni úr líkama móður.
Árið 1950 var tíðni fæðinga með keisaraskurði á Íslandi um 1%, en árið 2006 voru keisaraskurðir framkvæmdir í um 17,5% fæðinga.[1]
Fyrsti keisaraskurður á Íslandi var gerður árið 1865 af Jóni Hjaltalín landlækni en honum til aðstoðar voru Gísli Hjálmarsson læknir, tveir læknar af herskipinu Pandora og fjórir læknisfræðistúdentar. Barnið lifði en móðirin dó næstu nótt. Móðirin Margrét Arnljótsdóttir var dvergvaxin.[2]
Fyrsti keisaraskurður á Íslandi þar sem bæði móðir og barn lifðu var gerður 1910.