Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Bæta við tenglum

1948 öðlaðist Kópavogshreppur sjálfstæði sitt þegar hann var klofinn frá Seltjarnarneshreppi[1] að ósk Seltirninga eftir að Kópavogsbúar höfðu náð stjórnarvöldum í hreppsnefndinni í kosningunum 1946. Aðeins sjö ár liðu þar til Kópavogur öðlaðist kaupstaðarréttindi sökum hraðrar mannfjölgunar.

1948

Listi Hreppsnefndarmenn
A Finnbogi Rútur Valdimarsson
A Guðmundur Eggertsson
A Guðmundur Gestsson
A Ingjaldur Ísaksson
B Þórður Þorsteinsson
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A A-listinn 262 67,35 4
B B-listinn 113 29,35 1
Auðir 13 3,34
Ógildir 1 0,26
Alls 389 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 441 88,21

Kosið var 29. janúar 1948. A-listinn eða Framfarafélagið Kópavogur vann hreinan meirihluta[1][2] undir forystu Finnboga Rúts Valdimarssonar.

1950

Listi Hreppsnefndarmenn
A Þórður Þorsteinsson
D Guðmundur Kolka
G Guðmundur Gestsson
G Finnbogi Rútur Valdimarsson
G Ingjaldur Ísaksson
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A Alþýðuflokkurinn 122 23,33 1
D Sjálfstæðisflokkurinn 111 21,22 1
G Framfarafjelagið 290 55,45 3
Gild atkvæði 523 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 612 85,46

Kosið var 29. janúar 1950. Framfarafélagið hélt meirihluta sínum.[3][4][5]

1954

Listi Hreppsnefndarmenn
B Hannes Jónsson
D Jósafat Líndal
G Finnbogi Rútur Valdimarsson
G Ólafur Jónsson
G Óskar Eggertsson
Ógilt úrslit
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A Alþýðuflokkurinn 130 13,03 0
B Framsókn 131 13,13 1
D Sjálfstæðisflokkurinn 238 23,85 1
G Óháðir kjósendur 475 47,60 3
Auðir 22 2,20
Ógildir 2 0,20
Alls 998 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 1.146 87,09
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A Alþýðuflokkurinn 132 13,23 0
B Framsókn 196 19,64 1
D Sjálfstæðisflokkurinn 231 23,15 1
G Óháðir kjósendur 438 43,89 3
Gild atkvæði 997 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 1.146 87,00

Mikil dramatík varð í kringum kosningarnar sem áttu upphaflega að fara fram 31. janúar 1954. Þeim var frestað til 14. febrúar af yfirkjörstjórn[6] eftir að sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hafði ógilt undirbúning kosninga[7] sökum deilna Óháðra kjósenda og Sjálfstæðisflokksins um listabókstafinn D[8]. Þegar úrslitin úr kosningunum þann 14. febrúar voru gerð ljós[9] munaði aðeins einu atkvæði á milli A-lista og B-lista. 8. apríl gekk úrskurður sýslunefndar Kjósarsýslu varðandi kæru vegna ógiltra utankjörfundaratkvæða og dæmdi kosningarnar ómerktar[10]. Kjörræðismaður Íslendinga í Minneapolis hafði rifið fylgibréfin frá kjörseðlunum sjálfum og þannig ógilt atkvæðin. Aðeins hafði munað einu atkvæði á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og því ljóst að atkvæðin hefðu getað haft úrslitavægi þar á milli. Úrslitin voru því dæmd ómerk og sömu listar og frambjóðendur[11] því í framboði aftur. Kosið var því aftur 16. maí. Skipting hreppsnefndarfulltrúa breyttist ekki[12]. G-listi Óháðra kjósenda hélt meirihluta sínum.

Ári síðar fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi og bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í október 1955.

Heimildir

  1. 1,0 1,1 Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 7
  2. Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 11
  3. Morgunblaðið 31. janúar 1950, bls. 2
  4. Morgunblaðið 29. apríl 1951, bls. 2
  5. Morgunblaðið 10. júlí 1951, bls. 7
  6. Morgunblaðið 23. janúar 1954, bls. 15
  7. Morgunblaðið 13. febrúar 1954, bls. 1
  8. Morgunblaðið 22. janúar 1954, bls. 1
  9. Morgunblaðið 16. febrúar 1954, bls. 16
  10. Morgunblaðið 9. apríl 1954, bls. 16
  11. Morgunblaðið 16. maí 1954, bls. 6
  12. Morgunblaðið 18. maí 1954, bls. 16