Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Breyta tenglum
Faxasker.

Faxasker er um 10 metra hátt sker norðan við Ystaklett við Heimaey í Vestmannaeyjum. Skerið að mestu gróðurlaust því algengt er að brimi yfir það í vondu veðri.

Neyðarskýli er á skerinu og viti. Skýlinu var komið fyrir þarna vegna stórs sjóslyss sem varð við skerið 1950. Báturinn sem lenti í slysinu hét Helgi og fórust allir sem um borð voru eða 10 manns. Tveir menn komust upp á skerið en náðust ekki þaðan í tæka tíð. Eftir þetta var hafist handa við að reisa skýlið og ljóshúsi komið fyrir ofan á því sex árum síðar. Skýlið er 6 metrar á hæð. Ljóseinkenni vitans er Fl W 7s (eitt hvítt blikkljós á 7 sekúndna fresti).

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.