Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
Súrefni | |||||||||||||||||||||||||
Fosfór | Brennisteinn | Klór | |||||||||||||||||||||||
Selen | |||||||||||||||||||||||||
|
Brennisteinn er frumefni með efnatáknið S og sætistöluna 16 í lotukerfinu. Brennisteinn er algengur, bragðlaus, lyktarlaus og fjölgildur málmleysingi og er best þekktur á formi gulra kristalla en finnst jafnframt einnig sem súlfíð og súlföt. Það er aðallega á eldfjallasvæðum sem hann finnst í sinni eiginlegu mynd. Brennisteinn er efni sem er mikilvægt öllum lifandi verum. Hann er uppistaða í fjölda amínósýra og finnst þar af leiðandi einnig í mörgum próteinum. Hann er mikið notaður í framleiðslu á áburði, en sömuleiðis mikið við framleiðslu á byssupúðri, hægðalyfjum, eldspýtum, skordýraeitri og sveppaeyði.
Brennisteinn var unninn á nokkrum stöðum á Íslandi á 19. öld, t.d. í Brennisteinsfjöllum.