30. desember er 364. dagur ársins (365. á hlaupári ) samkvæmt gregoríska tímatalinu . 1 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
1301 - Mikill jarðskjálfti á Suðurlandi. Hús féllu, einkum á Rangárvöllum .
1352 - Stefano Aubert varð Innósentíus 6. páfi.
1460 - Rósastríðin : Orrustan við Wakefield . Ríkharður hertogi af York féll þar og næstelsti sonur hans, jarlinn af Rutland , var tekinn af lífi eftir bardagann.
1880 - Svo hörð og langvarandi frost voru á Íslandi, að gengið var á ís frá Reykjavík og upp á Kjalarnes .
1880 - Lýðveldið Transvaal var endurreist og Paul Kruger varð forseti þess.
1883 - Fyrstu kirkjuhljómleikar á Íslandi voru haldnir í dómkirkjunni í Reykjavík .
1887 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti fyrst kvenna á Íslandi opinberan fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sem nefndist „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“.
1922 - Ríkin Rússland , Hvíta-Rússland , Úkraína og Suður-Kákasus mynduðu Sovétríkin .
1924 - Edwin Hubble tilkynnti um uppgötvun annarra stjörnuþoka .
1935 - Eldur kom upp á jólatrésskemmtun í samkomuhúsinu Skildi í Keflavík og fórust tíu manns.
1947 - Mikael Rúmeníukonungur sagði af sér.
1954 - Flugfreyjufélag Íslands var stofnað.
1970 - Um 15.000 manns lögðu niður vinnu í Baskalandi til að mótmæla dómnum í Burgos-réttarhöldunum .
1980 - Patrick Gervasoni , frönskum manni, sem sagður var landflótta, var vísað af landi brott eftir miklar deilur.
1993 - Vatíkanið og Ísrael tóku upp stjórnmálasamband.
1995 - Lægsti hiti sem mælst hefur í Bretlandi , −27.2 °C, mældist í Altnaharra í Skosku hálöndunum.
1996 - Aðskilnaðarsinnar Bodoa í Assam gerðu sprengjuárás á farþegalest með þeim afleiðingum að 26 létust.
1997 - Um 400 íbúar 4 þorpa voru myrtir í Relizane-fjöldamorðunum í Alsír.
Fædd
39 - Títus , keisari Rómar (d. 81 ).
1673 - Akmeð 3. Tyrkjasoldán (d. 1736 ).
1786 - Bjarni Thorarensen amtmaður (d. 1841 ).
1838 - Émile Loubet , forseti Frakklands (d. 1929 ).
1865 - Rudyard Kipling , enskur rithöfundur (d. 1936 ).
1884 - Hideki Tojo , forsætisráðherra Japans (d. 1948 ).
1910 - Paul Bowles , bandarískur rithöfundur (d. 1999 ).
1921 - J.L. Ackrill , enskur fornfræðingur og heimspekingur (d. 2007 ).
1926 - Adda Bára Sigfúsdóttir , íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálamaður.
1928 - Stefán Aðalsteinsson , íslenskur búfræðingur (d. 2009 ).
1932 - Paolo Villaggio , ítalskur leikari (d. 2017 ).
1935 - Omar Bongo , forseti Gabon (d. 2009 ).
1942 - Anne Charleston , áströlsk leikkona.
1942 - Michael Nesmith , bandarískur tónlistarmaður.
1946 - Patti Smith , bandarísk tónlistarkona.
1947 - Jeff Lynne , tónlistarmaður (The Move , Electric Light Orchestra , Traveling Wilburys ).
1950 - Kazuhisa Kono , japanskur knattspyrnumaður.
1954 - Björn Ingimarsson , íslenskur stjórnmálamaður.
1958 - Óðinn Gunnarsson , útgerðarmaður á Siglufirði.
1961 - Ben Johnson , kanadískur frjálsíþróttamaður.
1963 - Mike Pompeo , bandarískur stjórnmálamaður.
1966 - Bjarni móhíkani , tónlistarmaður (d. 2005 ).
1968 - Meredith Monroe , bandarísk leikkona.
1969 - Kersti Kaljulaid , forseti Eistlands.
1970 - María Pálsdóttir , íslensk leikkona.
1971 - Chris Vance , enskur leikari.
1973 - Ato Boldon , frjálsíþróttamaður frá Trínidad og Tóbagó
1975 - Tiger Woods , bandarískur golfíþróttamaður.
1975 - Elsa Lára Arnardóttir , íslenskur stjórnmálamaður.
1975 - Haukur Gröndal , íslenskur tónlistarmaður.
1977 - Kazuyuki Toda , japanskur knattspyrnumaður.
1982 - Erna Björk Sigurðardóttir , íslensk knattspyrnukona.
1984 - LeBron James , bandarískur NBA körfuboltamaður.
1986 - Ellie Goulding , bresk söngkona.
1988 - Rakel Hönnudóttir , íslensk knattspyrnukona.
1989 - Ryan Sheckler , bandarískur atvinnuhjólabrettamaður.
Dáin
274 - Felix 1. páfi.
904 - Harun ibn Khumarawayh , emír Egyptalands.
1313 - Loðmundur , ábóti í Þykkvabæjarklaustri .
1331 - Bernardo Gui , rannsóknardómari og persóna í Nafni rósarinnar eftir Umberto Eco (f. 1261 eða 1262 ).
1460 - Ríkharður hertogi af York (f. 1411 ).
1525 - Jakob Fugger , þýskur bankamaður (f. 1459 ).
1573 - Giovanni Battista Giraldi , ítalskur rithöfundur og ljóðskáld (f. 1504 ).
1591 - Innósentíus 9. páfi.
1691 - Robert Boyle , írskur efnafræðingur (f. 1627 ).
1916 - Raspútín , rússneskur heilari (f. 1869 ).
1916 - Magnús Hj. Magnússon , íslenskt skáld (f. 1873 ).
1934 - Lárus H. Bjarnason , íslenskur stjórnmálamaður (f. 1866 ).
1941 - Maggi Júlíusson Magnús , læknir og búfjárræktaráhugamaður (f. 1886 ).
1944 - Romain Rolland , franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1866 ).
1947 - Alfred North Whitehead , enskur stærðfræðingur (f. 1861 ).
1968 - Trygve Lie , aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1896 ).
1982 - Reynir Örn Leósson , íslenskur aflraunamaður (f. 1939 ).
2006 - Saddam Hussein , forseti Íraks (f. 1937 ).
2010 - Thomas Funck , sænskur rithöfundur (f. 1919 ).
2012 - Rita Levi-Montalcini , ítalskur taugalíffræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1909 ).
Mánuðir og dagar ársins
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Tengt efni