Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.
Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
4. febrúar - Tveir kjarnorkukafbátar, Le Triomphant (Frakkland) og HMS Vanguard (Bretland), rákust á á miklu dýpi í Atlantshafi. Áreksturinn varð á litlum hraða og engar skemmdir urðu, en málið vakti athygli á möguleikum kafbáta sem búnir eru ratsjárvarnarbúnaði til að komast hjá árekstrum.
27. febrúar - Háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum staðfestu að meginhluti herliðs Bandaríkjanna í Írak yrði fluttur þaðan árið 2010 og að síðustu hermennirnir færu burt 2011.
1. júní – Dularfullt flugslys varð yfir Atlantshafi þegar farþegaflugvél á leið frá Brasilíu til Frakklands hvarf. Orsök slyssins er óþekkt og aðeins lítill hluti af flugvélarbrakinu og líkum farþega hefur fundist.
8. júní – Mótmælt var við Alþingi og var smápeningum kastað á húsið. Daginn eftir stóð í Morgunblaðinu að eldar hefðu verið slökktir en ekki reiði.
9. júní - Samkomulag um greiðslur frá íslenska ríkinu vegna Icesave sem var kennt við Svavar Gestsson formann samninganefndarinnar var kynnt á fundi ríkisstjórnar. Lögum um samninginn frá því í september var síðar hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
12. júní – Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans. Fjölmenn mótmæli stóðu yfir í nokkrar vikur eftir kosningarnar, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að brjóta þau á bak aftur.
13. júní - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjársvik.
16. júlí - Alþingi Íslendinga samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (tveir sátu hjá) að senda umsókn um aðild til Evrópusambandsins. Allir flokkar voru klofnir í afstöðu nema Samfylkingin.
22. ágúst - Hæstu verðlaun í lottói sem gengið hafa til einnar manneskju, 147,8 milljón evrur, fóru til vinningshafa í Superenalotto í Bagnone á Ítalíu.
17. september - Um 80 létust í árás stjórnarhersins á bækistöðvar íslamista í Jemen.
23. september - Ræningjar rændu peningageymslu öryggisfyrirtækisins G4S í Västberga syðst í Stokkhólmi. Ræningjarnir notuðu meðal annars bæði þyrlu og sprengiefni.
24. september - Indverska Tunglkönnunarfarið Chandrayaan-1 uppgötvaði mikið magn vatnssameinda á Tunglinu.