Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.
New York | |
---|---|
Hnit: 40°42′46″N 74°00′22″V / 40.71278°N 74.00611°V[1] | |
Land | Bandaríkin |
Fylki | New York |
Stofnun | 1624 |
Undirskiptingar | Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Eric Adams (D) |
Flatarmál | |
• Heild | 1.223,59 km2 |
• Land | 778,18 km2 |
• Vatn | 445,41 km2 |
Mannfjöldi (2020)[3] | |
• Heild | 8.804.190 |
• Þéttleiki | 11.313,81/km2 |
• Þéttbýli | 19.426.449 |
• Þéttleiki þéttbýlis | 2.309,2/km2 |
• Stórborgarsvæði | 20.140.470 |
Tímabelti | UTC–05:00 (EST) |
• Sumartími | UTC–04:00 (EDT) |
Póstnúmer | 100xx–104xx, 11004–05, 111xx–114xx, 116xx |
Svæðisnúmer | 212/646/332, 718/347/929, 917 |
Vefsíða | www |
New York-borg (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC; einstaka sinnum kölluð „Nýja-Jórvík“ á íslensku) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,8 milljónir íbúa (2020) af ýmsum þjóðernum á tæplega 780 km2 svæði. New York-borg er líka þéttbýlasta borg Bandaríkjanna. Hún er staðsett á suðurodda New York-fylkis. Á stórborgarsvæðinu, sem er stærsta stórborgarsvæði heims,[6] búa rúmar 20 milljónir manna, og borgin er því ein fjölmennasta risaborg heims. Borgin hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (enska: The Big Apple). New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, fjölmiðlunar, tónlistar, tísku og menningar á heimsvísu, og hún er mest ljósmyndaða borg heims.[7] Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru í New York-borg og þar er mikilvæg miðstöð alþjóðasamskipta.[8][9] Borgin hefur stundum verið kölluð „höfuðborg heimsins“.[10][11]
Borgin byggðist upp í kringum eina stærstu náttúruhöfn heims. Hún skiptist í fimm borgarhluta sem hver nær yfir eina sýslu fylkisins. Borgarhlutarnir eru Brooklyn (Kings County), Bronx (Bronx County), Manhattan (New York County), Queens (Queens County) og Staten Island (Richmond County). Borgarhlutarnir voru stofnaðir formlega þegar borgin var sameinuð í eitt sveitarfélag árið 1898.[12] Borgin er miðstöð fyrir löglega fólksflutninga til Bandaríkjanna. Allt að 800 tungumál eru töluð í New York-borg[13] sem gerir hana að einni fjölmenningarlegustu borg heims. Þar búa 3,2 milljónir manna sem fæddar eru utan Bandaríkjanna, sem var stærsta útlendingasamfélag í nokkurri borg heims árið 2016.[14][15] Talið er að verg landsframleiðsla í New York-borg hafi verið 2 billjónir dala. Ef borgin væri ríki væri það með 8. stærsta hagkerfi heims. Þar búa flestir milljarðamæringar.[16]
Uppruna New York-borgar má rekja til verslunarstaðar sem hollenskir sjómenn stofnuðu á suðurodda eyjunnar Manhattan í kringum árið 1624. Árið 1626 nefndu þeir staðinn Nýju-Amsterdam (Nieuw-Amsterdam). Nýja-Amsterdam fékk borgarréttindi árið 1653. Árið 1664 náðu Englendingar þar völdum og nefndu bæinn Nýju-Jórvík, þegar Karl 2. Englandskonungur gaf bróður sínum, Jakobi Jórvíkurhertoga, hann.[17][18] Hollendingar náðu bænum aftur á sitt vald 1673 og nefndu hann þá Nýju-Óraníu, sem stóð í eitt ár og þrjá mánuði. Borgin hefur heitið New York-borg samfellt frá 1674. Borgin var höfuðborg Bandaríkjanna frá 1785 til 1790[19] og hefur verið stærsta borg landsins frá 1790. Frá því seint á 19. öld og fram á 20. öld tók Frelsisstyttan, sem gnæfir yfir New York-höfn, á móti milljónum innflytjenda til Bandaríkjanna og Kanada, sem tákn um Bandaríkin og hugsjónina um frið og frelsi.[20] Á 21. öld hefur New York-borg verið í forystu á heimsvísu varðandi listsköpun, nýsköpun,[21] sjálfbærni,[22][23] og sem tákn fyrir frelsi og menningarlega fjölbreytni.[24] Árið 2019 var New York kosin besta borg heims í könnun sem gerð var meðal 30.000 þátttakenda í 48 borgum um allan heim, þar sem helsta ástæðan var menningarleg fjölbreytni.[25]
Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var Ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn. Það var ekki fyrr en árið 1609 að Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613. Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc. 1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.
New York óx sem verslunarstaður undir stjórn Breta snemma á 18. öld og einnig sem miðstöð þrælasölu en árið 1730 höfðu 42% heimila þræl.
Í Frelsisstríði Bandaríkjanna var mesti bardaginn árið 1776, orrustan um Long Island, í nútíma Brooklyn þar sem Bandaríkjamenn töpuðu fyrir Bretum. Árið 1790 varð borgin stærri en Philadelphia. Á 19. öld var stórfelldur innflutningur á fólki frá Evrópu til New York. Hungursneyðar á Írlandi höfðu til að mynda áhrif og árið 1860 voru 200.000 Írar í borginni. Þjóðverjar voru líka fjölmennir og komu úr héruðum þar sem átök höfðu verið.
New York sameinaðist Brooklyn árið 1898 en áður hafði það verið sérstök borg. Árið 1904 opnaði neðanjarðarlestarkerfið (subway). Ameríkanar af afrískum uppruna fluttu í auknum mæli til borgarinnar í byrjun 20. aldar frá Suðurríkjunum. Efnahagurinn gekk vel og hafið var að byggja skýjakljúfa. Á 8. og 9. áratugnum fjölgaði glæpum en fór fækkandi eftir miðjan 10. áratuginn.
Árásin á Tvíburaturnana 2001 leiddi til dauða tæpra 2200 manna og hernaðarafskipta Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda og Asíu.
Árin 2020-2021 lék COVID-19-veirusjúkdómurinn borgina grátt og létust yfir 60.000 af völdum hans.
Árið 2010 var samsetning borgarbúa: 44% hvítir, 25.5% svartir og 12.7% asíubúar. Spænskumælandi íbúar af öllum kynstofnum voru tæp 30%.
Neðanjarðarlestarkerfi New York-borgar hefur verið starfandi frá 1904. Auk þess eru strætóar og ferjur. MTA Regional Bus Operations höndla almenningsvagna og 325 leiðir og NYC Ferry starfrækja 5 ferjuleiðir.
[26].
Alls hefur NYC nær 14% af grænum rýmum[27].
[28].