Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Maison Ikkoku (jap. めぞん一刻 mezon ikkoku) er Manga eftir Rumiko Takahashi sem birtist vikulega 1980-1987 í japanska blaðinu Big Comic Spirits. Úr því var gerð Anime-sería sem var sýnd 1986-1988 og einnig nokkrar myndir.

Persónur

  • Yusaku Godai (jap. 五代 裕作) er aðalpersónan. Hann býr í Maison Ikkoku til að fara í skólann því að foreldrar hanns eiga ekki heima í borginni. Hann er ástfanginn af húsverðinum Kyoko og reynir hann að fá góða vinnu til að giftast henni.
  • Kyoko Otonashi (jap. 音無 響子) er húsvörður í Maison Ikkoku og auk þess er hún ekkja. Hún er ekki viss hvort hún sé reiðubúin að giftast aftur og lætur hún mennina bíða lengi eftir svari.
  • Shun Mitaka (jap. 三鷹瞬) er tennisþjálfari þeirra Kyoko og frú Ichinose. Hann kemur úr ríkri fjölskyldu og hefur hann spurt Kyoko hvort hún vilji giftast honum. En hann hefur ekki fengið svar. Shun er dauðhræddur við hunda, sérstaklega hundinn hennar Kyoko.
  • Hanae Ichinose (jap. 一の瀬 花枝) býr í Maison Ikkoku ásamt eiginmanni og syni hennar. Hún er vinkona Kyoko og er sambandið milli Kyoko, Yusaku og Mitaka áhugamál hennar. Önnur áhugamál hennar eru að tala um fólk og drekka bjór.
  • Kentaro Ichinose (jap. 一の瀬 賢太郎) er sonur Hanae og fer í grunnskóla. Fyrst þolir hann ekki Yusaku, en seinna verða þeir eins og bræður.
  • Yotsuya (jap. 四谷) býr í Maison Ikkoku í herberginu við hliðina á Yusaku. Hann læðist oft í herbergið hans í gegnum gat milli herbergja þeirra. Stundum fer hann út úr húsinu en enginn veit hvað og hvar hann vinnur og er allt í kringum þetta mjög dularfullt.
  • Akemi Roppongi (jap. 六本木朱美) býr í Maison Ikkoku. Hún sést alltaf í húsinu í hálf gegnsæjum náttfötum. Hún drekkur mikið og vinnur þó á bar.
  • Soichiro Otonashi (jap. 音無惣一郎) er látinn eiginmaður hennar Kyoko. Hann var alltaf með góða matarlist og alveg áhyggjulaus. Ekki er vitað miklu meira um hann og sést hann aðeins sem skuggi í myndum.
  • Mr. Soichiro (jap. 惣一郎さん) er hundur þeirra Kyoko og Soichiro. Hann var nefndur eftir Soichiro því að hann heyrði alltaf það nafn þegar talað var við Soichiro Otonashi.
  • Kozue Nanao (jap. 七尾こずえ) er sæt og dálítið óþroskuð stúlka. Hún er vinkona Yusaku og er ástfangin af honum en hann ekki sérlega af henni.
  • Ibuki Yagami (jap. 八神いぶき) er dóttir forstjóra fyrirtækisins Mitsutomo. Hún var nemandi Yusaku í nokkurn tíma og er ástfanginaf honum. Hún er mjög þrjósk og reiðist fljótt út í foreldra sína. Hún hefur framtíðaráætlanir um að giftast Yusaku og vera vinnandi aðilinn í fjölskyldunni.

Söguþráðurinn

Yusaku Godai reynir að komast í Háskólann og flytur hann til þess í Maison Ikkoku. Þar hittir hann húsvörðinn Kyoko Otonashi. Hann verður ástfanginn af henni og reynir hennar vegna enn meir að komast inn í skólann til að geta fengið góða vinnu eftir á. En Shun Mitaka elskar hana líka og er hann ríkur og þegar kominn með góða vinnu. Í fyrstu neitar hún báðum en þeir þrengja meir og meir að henni. Íbúarnir í Maison Ikkoku eru mjög hrifnir af þessu ástandi og stríða þau Yusaku út af þessu. Hann er aumingi sem kemst varla í gegnum skólann en á hinn bóginn er Mitaka ríkur og lítur mjög vel út. Hvað getur aumingja Yusaku gert? Til að flækja málið á hann tvær kærustur, Kozue og Ibuki. En Mitaka er neyddur af frænda sínum til að giftast annarri stúlku. En það er hið versta mál. Þó að Yusaku og Mitaka séu þolinmóðir geta þeir ekki beðið í eílífu, meðan að til eru aðrar sætar stelpur að velja um. Kyoko þarf því að velja fljótt áður en það verður um seinan.