Knowledge Base Wiki

Search for LIMS content across all our Wiki Knowledge Bases.

Type a search term to find related articles by LIMS subject matter experts gathered from the most trusted and dynamic collaboration tools in the laboratory informatics industry.

Breyta tenglum
Hryggdýr
Nokkur hryggdýr: styrja, fíll, tígrisháfur og fiskisuga.
Nokkur hryggdýr: styrja, fíll, tígrisháfur og fiskisuga.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Cuvier (1812)
Undirfylking: Vertebrata
Innfylkingar

Hryggdýr (fræðiheiti: Vertebrata) eru stærsta undirfylking seildýra sem einkennist af því að vera með hryggjarsúlu. Önnur einkenni eru vöðvakerfi og miðtaugakerfi sem liggur innan í hryggjarsúlunni. Hryggdýr hafa hrygg, sem verndar mænuna og heldur líkamanum í ákveðinni stöðu. Fyrstu hryggdýrin voru fiskar sem komu fram í kambríumsprengingunni fyrir 518 milljón árum.[1] Froskdýr þróuðust frá fiskum, og skriðdýr frá froskdýrum, en fuglar og spendýr sjálfstætt út frá skriðdýrum.

Hryggdýr skiptast í hópa eins og eftirfarandi:

Eitt minnsta hryggdýrið er froskur af tegundinni Paedophryne amauensis sem lifir á Papúu-Nýju-Gíneu og er aðeins 7,7 millimetrar að lengd. Það stærsta er hvalurinn steypireyður sem verður allt að 33 metrar á lengd. Hryggdýr eru um það bil 5% allra dýrategunda. Hin 95% eru hryggleysingjar sem ekki eru með hryggjarsúlu.

Slímálar tilheyra hryggdýrum, þrátt fyrir að þeir hafi misst hryggjarsúluna í þróuninni.[2] Nánasti ættingi þeirra, steinsugan, hefur aftur haldið henni.[3] Slímálar eru hins vegar með höfuðkúpu. Af þessum orsökum eru hryggdýr stundum nefnd heilakúpudýr (Craniata). Stundum eru heilakúpudýr höfð sem sérstakur flokkur sem inniheldur annars vegar slímála og hins vegar hryggdýr. Sameindagreining hefur þó leitt í ljós að slímálar eru náskyldir steinsugum,[4] og eru því hryggdýr að uppruna.[5]

Tilvísanir

  1. Yang, Chuan; Li, Xian-Hua; Zhu, Maoyan; Condon, Daniel J.; Chen, Junyuan (2018). „Geochronological constraint on the Cambrian Chengjiang biota, South China“. Journal of the Geological Society (enska). 175 (4): 659–666. doi:10.1144/jgs2017-103.
  2. Ota, Kinya G.; Fujimoto, Satoko; Oisi, Yasuhiro; Kuratani, Shigeru (25. janúar 2017). „Identification of vertebra-like elements and their possible differentiation from sclerotomes in the hagfish“. Nature Communications. 2: 373. Bibcode:2011NatCo...2..373O. doi:10.1038/ncomms1355. ISSN 2041-1723. PMC 3157150. PMID 21712821.
  3. Kuraku; og fleiri (desember 1999). „Monophyly of Lampreys and Hagfishes Supported by Nuclear DNA–Coded Genes“. Journal of Molecular Evolution. 49 (6): 729–35. Bibcode:1999JMolE..49..729K. doi:10.1007/PL00006595. PMID 10594174. S2CID 5613153.
  4. Stock, D.; Whitt, G. S. (7. ágúst 1992). „Evidence from 18S ribosomal RNA sequences that lampreys and hagfish form a natural group“. Science. 257 (5071): 787–789. Bibcode:1992Sci...257..787S. doi:10.1126/science.1496398. PMID 1496398.
  5. Nicholls, H. (10. september 2009). „Mouth to Mouth“. Nature. 461 (7261): 164–166. doi:10.1038/461164a. PMID 19741680.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.